Andrew Tate, umdeild samfélagsmiðlastjarna og fyrrum bardagakappi, hefur tilkynnt áform sín um að fara í mál við Jessica Smith, eitt af rúmlega 1.400 fórnarlamba Pakistönsku nauðgarahópanna í Rotherham.
Aðdragandi málsins eru ummæli Smith, sem hefur tjáð sig opinberlega um kerfisbundna misnotkun sem átti sér stað í Rotherham, fullyrti að Tate-bræðurnir væru sjálfir sekir um mansal þegar hún gagnrýndi ummæli Tate á samskiptamiðlinum X.
Tate sagði að nauðgunarfaraldurinn sem hefur verið í brennidepli nýlega ættu að reita alla til reiði en Smith sagði þá að hann væri sjálfur sekur um mansal og ætti ekki að tjá sig um svona.
Tate-bræðurnir hafa verið undir rannsókn í Rúmeníu vegna ásakana um mansal og kynferðisbrot, en hafa sjálfir haldið fram sakleysi sínu og hafa aldrei verið sakfelldir fyrir slíkan glæp an Tate sjálfur hefur lýst því hvernig hann gabbar konur í vinnu fyrir sig með „loverboy aðferðinni“ svokölluðu.
Blaðamaður fann ummælin og hefur Smith nú eytt ummælum sínum og beðist afsökunar en svo virðist sem Tristan Tate, bróðir Andrew, hafi sent henni hótanir um lögsókn en hún nefnir hann í tísti sínu.
Reyndi að biðjast afsökunar
Í afsökunarbeiðni Smith segir hún að hún sé bara rétt rúmlega tvítug og hafi þurft að ganga í gegnum helvíti aftur en stormurinn sem geisar kringum málið á samfélagsmiðlum hafi rifið upp gömul sár.
Hún tekur sérstaklega fram að ásakanir sínar í garð Tate bræðranna hafi ekki verið sannar og að hún hafi haft rangt fyrir sér og mun hafa hljótt um þeirra mál framvegis.
Tate tók afsökunarbeiðninni ekki vel og segir að enginn vorkenni henni (Smith), húni hafi ráðist á þá bræður fyrst og að þau munu hittast í réttarsal.
Umræðan hefur vakið mikla athygli og enn frekari umræður um réttlæti fórnarlamba og áhrifamikilla einstaklinga en Tate fær ekki miklar undirtektir í þeim rúmlega 2.000 ummælum sem eru komin fyrir neðan svar hans þegar þetta er skrifað.
Tate hefur sagt frá því að hann hyggist bjóða sig fram til forsætisráðherra Bretland í næstu kosningum og hyggst stofna ‚Bruv‘ flokkinn.
🚨 NEW: Influencer Andrew Tate launches the Bruv Party and says he will run for Prime Minister pic.twitter.com/iwM26iBu8v
— Politics UK (@PolitlcsUK) January 6, 2025
Áætlunum hans hefur ekki verið tekið mjög alvarlega og hefur Tate orðið að athlægi þegar hann gerði könnun hvort hann ætti að bjóða sig fram og fjölmargir bentu á að hann stafaði nafn landsins vitlaust.