Áslaug Arna, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er sögð hafa gleymt fartölvu sinni á almannafæri á óþægilegum stað.
Netverjinn Birkir grínast með það á X að hún hafi líklega verið búin að nýta sér happy hour vel en tölvan ku hafa fundist á Port 9 wine bar.
Segir Birkir að líklega sé það séríslenskt fyrirbæri að tölva endi sem smá grín á Twitter en sé ekki nýtt í vafasömum tilgangi í milliríkja- eða kjaradeilum.
Einn segir svo að hann sé ekki sannfærður um að þetta sé ekki fals- eða eldgömul frétt því hann hafi séð nýlega Instagram „story“ hjá ráðherranum þar sem hún er með fartölvu sína.
En ljóst er að fólk skemmtir sér við að deila um hvað raunverulega hafi átt sér stað í „stóra fartölvumálinu“.
helgarumræðan er mætt pic.twitter.com/YLrCdlgfe1
— Birkir (@birkirh) October 25, 2024