Auglýsing

Áslaug Arna segist hafa verið blekkt til þátttöku í “Ég trúi” myndbandinu fræga og að þátttakan hafi verið mistök

 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að þegar hún var fengin til að taka þátt ég myndbandinu „Ég trúi“, þá hafi hún verið blekkt.

Áslaug kom í Spjallið til Frosta Logasonar og sagði að forsendurnar sem henni hafi verið gefnar upp hafi verið aðrar en reyndust í raun og veru.

Hún segir að myndbandið hafi verið kynnt fyrir henni með allt öðrum hætti en raunin reyndist en hún telur þrátt fyrir það að það hafi verið mistök hjá henni sem þáverandi dómsmálaráðherra að koma fram í slíku myndbandi.

Áslaug segir málaflokkinn mjög eldfiman og umræðan oft erfið kringum hann og að litið sé á þennan flokk sem svartan eða hvítan.

Þátttaka hennar ranglega túlkuð

Hún tekur einnig fram að hún hafi aldrei ætlað að segja með þátttöku sinni að málsmeðferð skipti ekki máli í slíkum málum.

Áslaug segir einnig að hún hafi verið byrjuð að skoða sáttameðferðir í slíkum málum þar sem um er að ræða óljós brot þar sem þolandi telur einhvern hafa farið yfir sín mörk en mögulega hafi ekki refsivert brot átt sér stað.

Hún segir að mikilvægasti hluturinn fyrir þolanda til að vinna úr reynslunni sé að fá viðurkenningu á brotinu en slíkt sé ómögulegt í núverandi kerfi því með slíku sé aðilinn sem fór yfir mörkin að viðurkenna sekt í sakamáli.

Til séu aðferðir í mörgum löndum í kringum okkur þar sem hægt er að viðurkenna að farið hafi verið yfir mörk án þess að slík játning sé nothæf í sakamálum.

Hægt er að sjá brot úr Spjallinu í spilaranum hér fyrir neðan en til að hlusta á allan þáttinn geturðu tryggt þér áskrift að streymisveitunni Brotkast.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing