Víkingahátíðin í Hafnarfirði fer nú fram á Víðisstaðatúni og þegar blaðamaður Nútímans kíkti á svæðið var blíðaskaparveður á hátíðinni.
Hátíðin hófst fimmtudaginn 13. júní og lýkur þann 18. júní og því er enn tími fyrir til að kíkja á svæðið og berja víkinga augum en þeir koma frá öllum heimshornum til að taka þátt í hátíðinni.
Það er víkingafélagið Rimmugýgur sem stendur fyrir hátíðinni eins og undanfarin ár en að sögn hátíðarhaldara hefur hátíðin farið sérstaklega vel fram og góð þátttaka hefur verið í hinum ýmsu viðburðum sem gestum gefst færi á að taka þátt í.
Opinn markaður handverksfólks er á hátíðinni og þar er hægt að kaupa allt frá hjálmum og sverðum niður í útskornar skeiðar.
Tónlist er í boði á svæðinu og er hún flutt af fólki á hljóðfæri sem víkingar spiluðu á af færu tónlistarfólki allsstaðar að úr heiminum.
Börnin fá að fara í víkingaskóla og læra hólmgöngu og öllum viðstöddum gefst færi á að kasta öxum og spjótum undir handleiðslu sérfræðinga.
Einnig eru leikir fyrir bæði börn og fullorðna þar sem keppt er í ýmsu sem reynir bæði á afl, þrek og viljastyrk.
Síðast en ekki síst er svo keppt í hólmgöngu þar sem barist er með vopnum og hægt að horfa á.
Hægt er að kynna sér fulla dagskrá hátíðarinnar á Facebook síðu hennar og enn er tími til að skella sér á Víðisstaðatún og berja víkinga augum.