Auglýsing

Átta ára stelpa stungin til bana á Írlandi

Átta ára stúlka var stungin til bana í bænum New Ross í Wexford á Írlandi en talið er að hún hafi verið að reyna að vernda móður sína fyrir árásarmanninum sem hefur verið handtekinn.

Móðir stúlkunnar hlaut einnig stungusár en þau eru ekki lífshættuleg en árásarmaðurinn stakk stúlkuna tvisvar eftir að hún reyndi að hjálpa móður sinni og lést hún af sárum sínum á spítalanum.

Sá grunaði er frá Mið-Austurlöndum en móðir stúlkunnar er írsk en gerðist múslimi samkvæmt fjölmiðlum á svæðinu.

Maðurinn sem grunaður er um verknaðinn var einni með sár á sér og virðist sem mæðgurnar hafi varið sig af krafti en hann var útskrifaður af spítala fyrir stuttu.

New Ross er lítið samfélag og fá samnemendur stúlkunnar sálfræðiaðstoð frá yfirvöldum vegna áfallsins sem samfélagið allt varð fyrir vegna þessa.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing