Auglýsing

Bændur leggja Evrópusambandið eftir hörð mótmæli um alla álfuna

Evrópusambandið samþykkti nýlega að slaka á skilyrðum sem leggja átti á bændur með lögum vegna umhverfissjónarmiða.

Bændur hafa mótmælt af mikill hörku í fjölmörgum löndum Evrópu seinustu mánuði vegna þessara skilyrða, sem þeir segja að myndu gera út af við stéttina og að engin leið sé fyrir þá að uppfylla sum þeirra, hvað þá öll. Setja átti háar sektir á þá bændur sem ekki myndu uppfylla þessi skilyrði.

Evrópusambandið setti þessi skilyrði á bændur til þess að framfylgja lögum sem eiga að hjálpa til við að endurheimta náttúruna en stuðningur við lögin hefur farið minnkandi meðal ríkja sambandsins eftir mótmæli bændanna.

Reuters fréttastofan segir frá að margir áhrifamenn innan sambandsins séu ósáttir við að svo mörgum kröfum bænda sé mætt og að með því verði lögin tilgangslaus.

Fjölmargir vísindamenn hafa skrifað undir tilkynningu sem send var til Evrópusambandsins þar sem segir að ekki sé mögulegt að uppfylla skilyrði þessara laga nema í samvinnu við bændur.

Sáttatillagan til bænda á eftir að fá lokasamþykki sambandsríkja Evrópusambandsins en búist er við að sú kosning fari fram í maí.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing