Auglýsing

Bændur troðfylla götur London – Segja stefnu ríkisstjórnarinnar vera að eyðileggja breskan landbúnað

Bændur í Bretlandi hafa undanfarið troðfyllt götur London í mótmælaskyni og er það gegn fyrirhuguðum breytingum á erfðaskatti sem þeir telja ógna framtíð bænda og bresks landbúnaðar.

Í dag fóru hundruð dráttarvéla yfir Westminster brú til að leggja áherslu á kröfur sínar, aðeins nokkrum klukkustundum áður en þingmenn ræddu áskorun þess efnis að viðhalda undanþágum frá erfðaskatti fyrir starfandi bændur.

„Þetta mun drepa breskan landbúnað“

Mótmælendur vara við því að ný stefna ríkisstjórnarinnar, undir forystu Keir Starmer, geti leitt til þess að fjölskyldur neyðist til að selja land sitt bara til að standa undir skattgreiðslum.

Þeir segja að þessi þróun ógni bæði breskum bændum og fæðuöryggi landsins.
„Þessi stefna mun drepa breskan landbúnað og ógna fæðuöryggi okkar. Við getum ekki verið háð öðrum löndum,“ sagði einn mótmælenda.

Þetta myndi valda því að bresk stjórnvöld eignast jarðir þeirra bænda sem nú eru starfandi og hafa ekki efni á erfðaskattinum en þau gætu svo ráðstafað þessu býlum að vild.

Annar bætti við: „mín kynslóð gæti orðið sem tapar öllu, sorgin er yfirþyrmandi.“

Erfðaskatturinn

Skatturinn sem áætlað er að setja á árið 2026 virkar þannig að þegar bændur hætta störfum og næsta kynslóð tekur við, eins og venjan er í Bretlandi, þyrfti sá sem erfið býli að greiða 20 prósent af verðmæti þess í skatt.

Slík býli hafa oftast verið byggð upp af mörgum kynslóðum og eru oft metin á hundruðir milljóna króna en næstum allt verðmætið er bundið í býlinu sjálfu og því ráða bændur ekki við að greiða skatt upp á hundruðir milljóna.

Mótmæli bænda í Evrópu

Á síðasta ári breiddust mótmæli bænda út um Evrópu, meðal annars í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og Belgíu.

Þetta voru stærstu mótmæli sögunnar þar sem bændur mótmæltu meðal annars afnámi skattaafsláttar og reglugerðum gegn loftslagsbreytingum á landbúnað.

Bændur héldu því fram að slíkar þvinganir myndu stefna þeim í gjaldþrot.

Mótmælin harðna

Mótmæli bændanna í London hafa staðið yfir í nokkrar vikur og fara bara harðnandi.

Bændur hafa ekið dráttarvélum um höfuðborgina til að vekja athygli á málstað sínum og kalla eftir aðgerðum frá stjórnvöldum.

Þeir krefjast þess að ríkisstjórnin endurskoði breytingarnar og tryggi að bændur geti haldið áfram rekstri án þess að þurfa að glíma við ómögulegar skattbyrðar.

Þingmenn munu á næstum dögum ræða mál bænda og framtíð erfðaskatts í breskum landbúnaði.

Það mun fljótlega koma í ljós hvort ríkisstjórnin muni bregðast við kröfum bænda eða hvort mótmælin muni halda áfram.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing