Auglýsing

Bakaður þorskur í rjómasósu með sítrónu og hvítlauk

Þessi réttur er með þeim fljótlegri. Tekur bókstaflega enga stund að útbúa og útkoman er einstaklega ferskur og bragðgóður fiskréttur sem allir elska.

Hráefni:

600-700 bein og roðlaus þorskur
50 gr smjör
1 dl rjómi
1 – 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
1 msk dijon sinnep
1 1/2 msk sítrónusafi
Salt og pipar
1 1/2 msk fínt saxaður skallottlaukur
fersk steinselja og sítrónusneiðar til skrauts

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður. Leggið fiskbitana í eldfast mót. Saltið og piprið báðar hliðar á fiskinum. Bræðið smjör, rjóma, hvítlauk, sinnep, sítrónusafa, salt og pipar í litlum potti þar til smjörið hefur bráðnað og allt blandast vel saman. Dreifið síðan skalottlauk yfir fiskinn og hellið sósunni síðan yfir allt saman.

2. Bakið í um 12 mín eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn. Berið fram með sítrónusneiðum og ferskri steinselju.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing