Auglýsing

Bandaríkin hætta að miðla upplýsingum um skotmörk til Úkraníu

Bandaríkin hafa stöðvað miðlun upplýsinga til Úkraínu sem notaðar hafa verið til að stýra lang drægum flugskeytum og drónum inn á yfirráðasvæði Rússlands, samkvæmt John Ratcliffe, forstjóra Bandarísku leyniþjónustunnar (CIA).

„Trump bað um hlé á upplýsingaskiptum, og það hefur leitt til þess að CIA hefur sett miðlun ákveðinna upplýsinga til Úkraínu í bið um stund.“ sagði Ratcliffe. Hann benti á að þetta snúist sérstaklega um gögn sem Úkraína hefur notað til að skipuleggja árásir á skotmörk djúpt inni í Rússlandi, sem krefjast nákvæmra upplýsinga um staðsetningar og varnir.

Þessi ákvörðun kemur í kjölfar stöðvunar á hernaðarstuðningi frá Bandaríkjunum fyrr í vikunni og er talin liður í stefnu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til að þvinga Úkraínu til friðarviðræðna við Rússland. Samkvæmt frétt Reuters hefur þetta rof þegar haft áhrif á getu Úkraínu til að framkvæma slíkar sóknir.

Ekki allir leiðtogar jafn spenntir fyrir friðarviðræðum

Úkraínsk yfirvöld hafa lýst yfir áhyggjum og kallað eftir skýringum. „Þessar upplýsingar voru lykillinn að vörnum okkar og sókn,“ sagði háttsettur embættismaður í Kænugarði, sem kaus að vera nafnlaus. Á sama tíma hefur Ratcliffe gefið í skyn að samstarfið gæti hafist á ný ef friðarviðræður ganga vel og sagði Ratcliffe að „Við munum vinna hlið við hlið með Úkraínu til að ýta á móti ágengni, en einnig til að koma heiminum á betri stað með friðarviðræðum.“

Áhrifin af þessu hléi eru enn óljós, en ljóst Trump er að setja aukin þrýsting á Zelenskiy til að ganga til samningsviðræða um frið. Vilji er hjá mörgum þjóðarleiðtogum í Evrópu til að halda stríðinu áfram og ávarpaði Emmanuel Macron Frakklandsforseti þjóð sína í gærkvöldi til að sannfæra almenning um að Frökkum og allri Evrópu stæðu ógn af Rússum.

Það kann að reynast erfitt fyrir Macron að sannfæra Frönsku þjóðina um að stríð sé friður
þar sem hann er einstaklega óvinsæll. Um 76% Frakka eru óánæðir með hann og einungis
18% eru ánægðir með hans störf. Sagan kennir okkur þó að þegar að alvöru ytri hætta stafar
af þjóðum að þá eiga þær það til að flykkjast á bakvið leiðtoga sinn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing