Auglýsing

Bandarískur háskóli hefur áhyggjur af öryggi gyðinga sem stunda nám við skólann. Allt nám sett í fjarkennslu tímabundið.

Columbia háskóli í Bandaríkjunum hefur verið í sviðsljósinu undanfarið vegna mikilla mótmæla sem geisað hafa við skólann. Mótmælin eru haldin til stuðnings Palestínu og hafa nemendur af gyðingaættum óttast um öryggi sitt í skólanum.

NBC fréttastöðin greinir frá því að fjölmörg samtök og áhrifafólk hafi sett sig í samband við Columbia háskóla í Bandaríkjunum til þess að ræða ástandið og hvernig tryggja megi öryggi nemenda við þessar aðstæður.

Forstöðumaður háskólans, Nemat Shafik tilkynnti að öll kennsla myndi tímabundið vera færð í fjarkennslu þar til unnt væri að tryggja öryggi nemenda. Hann myndi svo funda með stjórn skólans til að ræða hvernig tekið verði á ástandinu.

Í tilkynningu til nemendafélagsins fordæmdi skólastjórinn orðræðu frá mótmælendum og sagði það vera fordóma gegn gyðingum en mótmælendur hafa hrópað að gyðingum að „koma sér aftur til Póllands“ og að þeim beri að „hætta að myrða börn“.

Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa skiptar skoðanir á mótmælunum en sumir segja að þau séu stjórnarskrárvarinn réttur fólks til þess að tjá skoðanir sínar meðan aðrir segja að þó mótmælarétturinn sé mikilvægur, þá sé þarna verið að stunda hatursorðræðu gegn gyðingum og að slíkt sé ekki hægt að líða við neina menntastofnun.

Hópur mótmælenda tilkynnti á samfélagsmiðlinum X að þeir mótmælendur sem óðu uppi með ógnandi hegðun og orðalagi töluðu ekki fyrir hönd þess stóra og fjölbreytta hóps sem væri að tala fyrir friði í Palestínu.

Rabbíninn Elie Buechler sem starfar við háskólann sendi einnig tilkynningu til þeirra gyðinga sem stunda nám við skólann og hvatti þá til þess að fara heim og bíða ástandið af sér þar sem augljóst væri að hvorki háskólinn né lögreglan gæti tryggt öryggi þeirra. Samtök gyðinga sem stundað hafa nám við háskólann tóku undir þessi orð rabbínans í bréfi sínu til skólastjórans og sögðu að aðstæður við skólann væru orðnar hættulegar fyrir gyðinga.

Hægt er að sjá myndband af mótmælunum hér fyrir neðan.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing