Auglýsing

Baráttufólk leitar nýrra óvina til að hafa tilgang

Í nýlegri færslu á Facebook fjallar Gunnar Dan um hugtakið sársaukalíkamann, sem hann kynntist í metsölubók Eckharts Tolle, Mátturinn í núinu.

Hann lýsir því hvernig hann sjálfur fann fyrir þessum innri krafti sem „í raun krafðist sársauka í líf mitt.“

Hann líkir þessu við hungrað dýr sem sífellt leitar sér fæðu og útskýrir hvernig einstaklingur með sterkan sársaukalíkama getur tengt sjálfsmynd sína við þetta afl sem lýst er á þennan hátt:

„Einstaklingur með sterkan sársaukalíkama samhæfir eða tengir sjálfið við þetta afl og verður sársaukalíkaminn. Sterkur sársaukalíkami vill sársauka og finnur stöðu sína sterka í því hlutverki. Viðkomandi bendir á aðra eða annað sem uppsprettu að eigin vanlíðan og dæmir hart. Viðkomandi vill í raun ekki að sársaukanum linni, ekki raunverulega þó svo að hann eða hún segi svo vera, en innst inni er staðan sem hann eða hún finnur svo valdeflandi fyrir veika sál, að óhugsandi er fyrir viðkomandi að missa þessa stöðu.“

Tenging við samfélagið í dag

Gunnar dregur þessa hugmynd yfir á samfélagið í dag og segir stemninguna „ógnvænlega þessa dagana.“

Hann telur að ákveðnir hópar sem áður börðust fyrir réttlæti haldi áfram í sinni baráttu þrátt fyrir að megintilgangur hennar sé horfinn.

„Þetta gerist því raunverulega er baráttan unnin,“ skrifar hann og bendir á að jafnrétti hafi verið náð í mörgum lykilstöðum.

Engu að síður sé haldið áfram að leita að nýjum óvinum og nefnir þar sem dæmi „fulltrúa hópa sem berjast gegn kynbundnu óréttlæti og segja að bakslagið sé mikið,“ þrátt fyrir að konur séu í flestum lykilstöðum í samfélaginu.

Ádeila á viðbrögð við framtaki forsetans

Gunnar dregur sérstaklega fram nýlegt framtak forseta Íslands, þar sem hún boðaði nokkra karlmenn á fund til að ræða heilbrigða karlmennsku.

Þeir sem boðaðir voru á fundinn áttu það sameiginlegt að vera „frumlegir, kærleiksríkir, skapandi, hjálpsamir, gáfaðir.“

Markmiðið var að ræða karlmennsku byggða á kærleika, en viðbrögðin sem fylgdu voru neikvæð frá sumum.

Hann gagnrýnir þá sem brugðust illa við og talar um að „baráttufólk fyrir jafnrétti fussaði og sveijaði yfir þessu framtaki,“ þar sem þeir voru ósáttir við að hafa ekki verið boðaðir sjálfir á þennan fund.

„Sársaukalíkaminn er orðin svo sterkur, svo kollektívur að að okkur er farið að steðja hnattræn ógn af.“

Gunnar veltir því fyrir sér hvort ákveðnir hópar vilji í raun halda átökunum gangandi frekar en að leysa vandamálin.

Hann bendir á að það sé „svolítið svipað og þegar að óvinsælasti maður jarðar hættir að moka milljörðum í eld og kúlur og sækist eftir diplómatískri lausn,“ en sé þrátt fyrir það vondi karlinn í sögunni.

Hann tengir þetta einnig við alþjóðleg átök og bendir á orð framkvæmdastjóra NATO, sem sagði: „lykilinn að friði í Úkraínu liggur í að auka vopnasendingar.“

Þetta segir Gunnar ekki benda til þess að verið sé að leita lausna heldur halda sársaukanum gangandi.

Hnattræn áhrif sársaukalíkamans

Gunnar dregur upp mynd af því hvernig þessi sársaukalíkami, sem áður var einstaklingsbundinn, hefur nú orðið hnattrænn.

Hann fullyrðir að það hafi skapast „kollektífur sársaukalíkami“ sem elur á átökum og heldur óánægju gangandi.

„Sársaukalíkaminn er orðin svo sterkur, svo kollektívur að að okkur er farið að steðja hnattræn ógn af. “Góða” fólkið er orðið örvæntingarfullt og má segja að það sé out for blood og diplómatískar lausnir eru ekki í boði, lausnir eru ekki í boði. Baráttan verður að halda áfram og áfram viljum við ofbeldi, árásir, misnotkun og óréttlæti því ef allt fellur í dúnalogn hvað er þá eftir af fæðu fyrir svartholið sem krefst alls.“

Val framundan

Í lok færslu sinnar veltir Gunnar því fyrir sér hvert samfélagið stefnir.

Ætlar það að „taka okkur áframhaldandi árásar-stöðu sem einstaklingar gegn öðrum, stofnun gegn annarri, ríki gegn öðru“ eða finna sameiginlega, kærleiksríka miðju?

Hann segist sjálfur hafa tekið afstöðu fyrir löngu og „hún snýr að kærleika og umburðarlyndi.“

Hann hvetur fólk til að hætta að næra eigin sársaukalíkama, þar sem hann sjálfur upplifði mikla breytingu þegar hann hætti að gefa þessu neikvæða afli orku.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing