Vel kryddaðar spicy kjúklingarlundir í stökku beikoni! Þarf að segja eitthvað meira?
Hráefni:
- 10 kjúklingalundir
- 10 beikonstimlar skornir í tvennt langsum svo úr verði 2o strimlar
- ½ -1 tsk salt
- 1 tsk paprika
- ½ tsk svartur pipar
- 1 tsk laukduft
- ½ tsk ítalskt krydd
- 1 tsk hvítlauksduft
- 1 dl púðursykur
- 1-2 msk chilliduft
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 180 gráður.
2. Blandið saman salti, papriku, pipar, laukdufti, ítölsku kryddi og hvítlauksdufti. Kryddið síðan lundirnar, vel á öllum hliðum, með kryddblöndunni.
3. Vefjið 2 beikonstrimlum um hverja lund, pakkið þeim vel inn og stingið lausum endum inn í vafninginn. Blandið síðan saman púðursykri og chillidufti og dreifið því vel yfir kjúklinginn allann hringinn. Þrýstið blöndunni vel ofan í beikonið.
4. Setjið því næst kjúklinga/beikon bögglanna á ofngrind inn í ofninn og hafið ofnplötu undir svo fitan leki ekki í botninn á ofninum. Með þessari aðferð verður kjúklingurinn mun stökkari og betri. Bakið þetta í um 25-30 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og beikonið orðið vel stökkt og gyllt. Það má setja grillið á síðustu mínúturnar fyrir extra stökkt beikon.
Berið fram heitt með meðlæti að eigin vali, t.d. gráðaostasósu og salati. Njótið vel!