Hráefni:
Fyrir deigið:
2 og 1/2 dl volgt vatn
1 1/2 tsk þurrger
2 msk sykur
3 msk ósaltað smjör, brætt
1 3/4 tsk sjávarsalt
6 og 1/2 dl hveiti
Til penslunar:
3 msk ósaltað smjör, brætt
1/2 tsk sjávarsalt
1/4 tsk hvítlaukskrydd
1/4 tsk ítalskt krydd
Aðferð:
1. Hrærið saman í hrærivél(með deigkrók) allt hráefnið sem á að vera í deiginu, nema hveitið. Stillið síðan á lægstu stillingu og bætið hveitinu saman við í skömmtum. Hækkið hraðann örlítið og leyfið deiginu að hnoðast saman í um 7 mín. Færið deigið yfir í skál sem búið er að smyrja létt að innan með olíu eða smjöri. Leggið rakt stykki yfir skálina og látið þetta hefast þar til deigið hefur tvöfaldað stærð sína, það tekur um 1-1 1/2 klst.
2. Skiptið þá deiginu í 12 hluta. Rúllið hæfilega stóra brauðstöng úr hverjum hluta og leggið á ofnplötu með bökunarpappír. Leggið síðan stykki yfir plötuna og leyfið þessu að hefast aftur í um 1 klst.
3. Hitið ofninn í 200 gráður. Bakið í um 12 mín eða þar til brauðstangirnar eru orðnar fallega gylltar. Á meðan þetta er í ofninum þá er blandað saman bræddu smjöri, salti, hvítlaukskryddi og ítölsku kryddi í skál. Þessu er síðan penslað á brauðstangirnar um leið og þær koma út úr ofninum. Berið fram strax og njótið!