Breski Verkamannaflokkurinn, undir stjórn forsætisráðherrans Keir Starmer hefur mögulega sett einhvers konar met í annaðhvort óheppni eða smekkleysu með nýrri auglýsingu sem send var út á samskiptamiðlinum Tik Tok.
Auglýsingunni var eytt fljótlega eftir birtingu en internetið gleymir engu og var þetta líklega það síðasta sem flokkurinn þurfti á að halda eftir að Elon Musk vakti athygli í yfirhylmingu yfirvalda með pakistönskun nauðgarahópum.
Auglýsingin er frekar furðuleg samsetning af dýrum klæddum upp sem fólk og á að auglýsa hvað flokkurinn ætlar sér að gera.
Auglýsingin hefur hins vegar fengið svo mikinn mótbyr að ákveðið var að eyða henni að lokum.
Ástæðan fyrir þessum mótbyr er tvíþætt en í fyrsta lagi er hún sögð minna á svokallaða „Furries“, sem er fólk sem fær kynferðislega örvun við að klæða sig upp sem dýr.
En hin ástæðan er það sem raunverulega hefur reitt fólk til reiði og það er texti lagsins sem notaður er undir auglýsinguna.
Textinn ákaflega ósmekklegur
Aðeins brot af textanum kemur fram í auglýsingunni sjálfri en í upprunalega laginu er að finna texta sem þykir alls ekki við hæfi og sérstaklega ekki vegna þess sem er að eiga sér stað í Englandi núna.
Lagið sem spilað er undir heitir Montagem Coral og verður brot birt úr honum hér.
„Combinação perfeita, sexo, cerveja e maconha
Perfect combination, sex, beer, and weed
As novinhas viciou, tá tudo curtindo a onda
The young girls got addicted, everyone is enjoying the vibe
Só socadinha na buceta da novinha
Just stuffed in the pussy of the young girl
Só socadinha na buceta da novinha
Just stuffed in the pussy of the young girl
Só socadinha na buceta da novinha
Just stuffed in the pussy of the young girl
Só socadinha na buceta da novinha
Just stuffed in the pussy of the young girl
Imã de piranha, imã de piranha
Magnet for sluts, magnet for sluts“
Á íslensku þýðist textinn nokkurn veginn á þessa leið:
„Fullkomin blanda, kynlíf, bjór og gras
Ungu stelpurnar verðar háðar því, allir eru að njóta sín
Var að „troða“ í leggöng ungu stelpunnar.
Var að „troða“ í leggöng ungu stelpunnar.
Var að „troða“ í leggöng ungu stelpunnar.
Var að „troða“ í leggöng ungu stelpunnar
Segulstál fyrir druslur“
Óheppni eða einfaldlega smekkleysa?
Það þarf varla að taka fram að texti þar sem talað er um að gera ungar stúlkur háðar áfengi og fíkniefnum til þess stunda kynlíf með þeim og kalla þær druslur vakti ekki mikla lukku í miðju storms sem tilkominn er vegna þess að yfirvöld eru sögð hafa hylmt yfir með mönnum sem gerðu ungar stúlkur háðar fíkniefnum og áfengi til þess að misnota þær kynferðislega og beita ólýsanlegu ofbeldi.
Hvort sem lagið sem valið var undir auglýsinguna var tilviljun eða einhver ákvað sérstaklega að þetta tiltekna lag væri heppilegt verða lesendur sjálfir að dæma en víst er að þetta hjálpar ekki flokk Keir Starmer.
Auglýsinguna, sem er nógu furðuleg án þess að lagið sé spilað undir, má finna hér fyrir neðan.