Auglýsing

Bretar keyra innviði sína á olíu og gasi frá Rússlandi þrátt fyrir viðskiptabann

Í umfjöllun Sky fréttastofunnar er greint frá því að viðskiptabann sem sett var á Rússland af fjölmörgum ríkjum sé í reynd nánast gagnslaust.

Samkvæmt þeirra útreikningum eru Rússar nú að selja meiri olíu og gas en fyrir stríðið í Úkraínu. Viðskiptabann var sett á Rússland í febrúar 2022 en í raun hefur það hefur gert lítið til að stöðva útflutning á olíu og gasi.

Það eina sem hefur breyst er hvert þessar afurðir eru sendar. Fyrir viðskiptabannið voru þrír stærstu viðskiptavinir þeirra Evrópusambandið, Bandaríkin og Kína. Nú flytja Rússar olíu sína að mestu til Kína, Indlands og Tyrklands.

Rússnesk olía streymir þó enn til ríkja innan Evrópu en greining Sky um nákvæmar tölur nær einungis yfir Bretland. Sá galli er nefnilega á viðskiptabanninu að vestrænar þjóðir banna einungis innflutning á olíu sem unnin er í Rússlandi.

Rússar komast því framhjá viðskiptabanninu með að senda olíu til vinnslu í Indlandi en þeir senda nú meiri olíu þangað en nokkru sinni fyrr og eins og sjá má á myndinni fyrir neðan hefur innflutningur Breta á olíu sem unnin er í Indlandi aukist um 176% síðan stríðið í Úkraínu hófst.

Innflutningur Breta á olíu sem unnin er í Indlandi

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing