Auglýsing

Brynjar Níelsson segir að flón hafi stjórnað borginni seinustu 30 ár

Fyrrum alþingismaðurinn Brynjar Níelsson er þekktur fyrir meinfyndnar og hnyttnar færslur á Facebook og hann stóðst ekki mátið og skrifaði um 30 ára afmæli R-listans í Reykjavík.

Brynjar segist hafa lent í því óhappi að hafa neyðst til þess að horfa á útsendingu frá 30 ára afmæli R-listans og kveinkaði sér mjög í kjölfarið.

Hann segir að eftir áhorfið hafi hann lagst sárkvalinn í rúmið og giskar á að líklega hafi verið um brjósklos eða þursabit að ræða.

Hann segir á gamansaman hátt frá því að kona sín geri lítið úr þeim raunum sem hann hafi þurft að ganga í gegnum eftir áhorfið og sakar hana um að gera lítið úr veikindum sínum.
„Henni finnst ég svo ýktur í öllum veikindum og segir að það sé óþekkt að menn séu metnir með 75% örorku vegna þess að R-lista flokkarnir hafi stjórnað borginni í 30 ár.”

Brynjar endar svo pistilinn á því að segjast hafa útskýrt fyrir konu sinni að til væri andleg örorka sem eigi það til að blossa upp þegar fólki er stjórnað af flónum.

Færslu Brynjars í heild sinni má lesa hér fyrir neðan.

Færsla Byrnjars í heild sinni

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing