Auglýsing

Buffaló blómkál með gráðaostasósu

Þessi spicy réttur er tilvalinn sem nasl eða forréttur þegar maður á von á gestum og auðvitað líka þegar maður á ekki von á gestum 😉 Gráðaostasósuna er gott að gera aðeins áður og leyfa henni að standa inní ísskáp í nokkra tíma.

Hráefni:

1 blómkálshöfuð

1 dl Franks hot sause ( fæst í Hagkaup og Bónus)

2 msk möndlumjöl eða hveiti

2-3 msk olía

salt

Sósan:

1 dl grísk jógúrt eða sýrður rjómi

3 msk gráðaostur

1 tsk goodgood sýróp eða önnur sæta

1/2 tsk sítrónusafi

Allt hrært vel saman í skál.

 

Aðferð:

1. Skerið blómkálið í góða munnbita.

2. Veltið þeim uppúr olíu, möndlumjöli og smá salti.

3. Dreifið þessu á ofnplötu og bakið inní ofni í c.a. 15 mín eða þar til blómkálið fer að mýkjast.

4. Takið blómkálið úr ofninum og setjið aftur í skál og hellið chilli sósunni yfir og blandið vel.

5. Hellið þessu svo aftur á ofnplötuna og bakið aftur í c.a. 15 mín.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing