Auglýsing

“Buggy” bíll olli alvarlegu slysi á Suðurlandi

Lögreglan á Suðurlandi tilkynnti að slysið sem varð við Kjalveg og olli töluverðu raski á umferð hafi verið vegna svokallaðs „Buggy“ bíls.

Mikill viðbúnaður hafi verið vegna slyssins fjöldi fólks úr Árnessýslu kallaður til en einn einstaklingur var svo fluttur með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi.

Þetta var ekki eina umferðaróhappið á Suðurlandi en tveir bílar skullu saman og þurfti að flytja einn með sjúkrabíl vegna þess.

Fjögur önnur umferðaróhöpp voru tilkynnt að auki en ekki urðu slys á fólki.

Lögregla ítrekar við fólk að verið sé að sekta fólk vegna illa skafinna framrúða en töluvert virðist vera um slíkt eftir frost undanfarna nætur og hafa nokkrir þegar verið sektaðir fyrir að keyra með hélaðar rúður.

Tilkynning lögreglunnar í heild sinni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing