Donald Trump, frambjóðandi Repúblikana og Kamal Harris, frambjóðandi Demókrata munu mætast í kappræðum þriðjudaginn 10. september .
Búist er við fjörugum kappræðum enda hafa báðir frambjóðendur verið duglegir að ata hvorn annan auri og skjóta grimmt á hvorn annan.
Frægt er að Joe Biden dró sig út úr kosningunum eftir seinustu kappræður eftir vægast sagt undarlega frammistöðu en Kamala Harris hefur nú komið í hans stað eftir að kjörmenn flokksins tilnefndu hana.
Kamala Harris hefur ekki gefið mörg viðtöl eftir útnefninguna og verður fróðlegt að sjá hvernig almenningur dæmir kappræðurnar en þær hafa oft gegnt lykilhlutverki í kosningabaráttu frambjóðenda.
Kappræðurnar fara fram aðfararnótt miðvikudags klukkan 01:00 að íslenskum tíma.