Auglýsing

Disney samsteypan neitar að borga eftir að hafa orðið konu að bana vegna skilmála Disney+ áskriftar

Risafyrirtækið Disney hefur heimtað að skaðabótakrafa á hendur fyrirtækinu verði felld úr gildi vegna skilmála sem eiginmaður fórnarlambsins skrifaði undir fimm árum áður þegar hann fékk mánaðar reynsluáskrift að Disney+ streymisveitunni.

Kanokporn Tangsuan var læknir sem pantaði sér mat á Disney Springs veitingastaðnum í Flórída í október á seinasta ári en hún lét starfsfólk vita af bráðaofnæmi sem hún var með en fékk engu að síður slík efni í mat sinn.

Hún lést vegna þess og ekkillinn Jeffrey Piccolo hefur krafið Disney um 50.000 dollara skaðabætur vegna þessa en fyrirtækið hefur heldur betur lagst lágt til að reyna að sleppa við að borga.

Fyrirtækið hefur reynt að fá kröfuna fellda úr gildi vegna þess að árið 2019 samþykkti Piccolo skilmála Disney+ streymisveitunnar þegar hann þáði mánaðaráskrift til reynslu.

Í þeim skilmálum á samkvæmt New York Post meðal annars að standa að fyrirtækið sé ekki ábyrgt fyrir neinum meiriháttar skaða sem það kann að valda honum í kjölfar áskriftarinnar.

Lögfræðingar Piccolo hafa sagt þessa tilraun ómannúðlega og einfaldlega ósmekklega en það á eftir að koma í ljós hvort þetta muni virka fyrir Disney.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing