DOGE hefur hafið umfangsmikla úttekt á fjármálum Pentagon og er þetta talið verða stærsta og mikilvægasta fjárhagsúttekt bandaríska varnarmálaráðuneytisins til þessa.
DOGE er nýtt sjálfstætt rannsóknarteymi, stýrt af Elon Musk, sem sérhæfir sig í að afhjúpa spillingu, fjármálamisferli og valdníðslu innan opinberra stofnana og stórfyrirtækja.
Samkvæmt heimildum innan varnarmálaráðuneytisins sóttu fulltrúar DOGE fundi í Pentagon síðastliðinn föstudag.
Talsmaður varnamálaráðuneytisins sagði fjölmiðlum að úttekt á fjármálum ráðuneytisins sé í forgangi og að umfang spillingar, sóunar og misnotkunar muni koma mörgum í opna skjöldu.
Pentagon fallið á sjö úttektum í röð
Pentagon hefur fallið á sjö samfelldum úttektum þrátt fyrir að fá 820 milljarða dollara af skattfé árlega.
Enginn hefur nokkurn tímann verið dreginn til ábyrgðar vegna þessa, sem hefur vakið um tal og gagnrýni um skort á ábyrgð.
Talsmaður varnarmálaráðuneytisins staðfesti að markmiðið væri að tryggja að Pentagon stæði undir ströngum fjárhagslegum stöðlum:
„Við munum leggja mikla áherslu á að tryggja að að lágmarki innan fjögurra ára standist Pentagon hreina úttekt. Bandarískir skattgreiðendur eiga rétt á að vita hvert 850 milljarðar af skattfé þeirra fara.“
Þetta skref er í takt við skuldbindingu forseta Donald Trump um að endurbyggja bandaríska herinn og tryggja að hver einasti dollari sé nýttur á ábyrgan hátt.
Úttektin gæti haft gríðarleg áhrif á framtíð fjármálastjórnunar í varnarmálaráðuneytinu.
Stöðvuðu milljónasamning USAID
Elon Musk og rannsóknarteymi DOGE hafa nú þegar afhjúpað og stöðvað vafasama fjármögnun bandarísku þróunarstofnunarinnar USAID.
Nýjasta tilfellið sem greint var frá var fé sem rann til samtaka sem rekin eru af eiginkonu fyrrverandi bresks ráðherra.
Um var að ræða milljón dollara greiðslu til Turquoise Mountain Foundation, sem var í samstarfi við USAID en missti skyndilega fjármögnun sína en hún átti að fá milljón dollara í viðbót.
Í fréttinni kemur fram að Rory Stewart, fyrrverandi breskur ráðherra og núverandi prófessor við Yale háskóla, tengdist USAID beint í gegnum samtök eiginkonu sinnar, Shoshana Stewart.
Turquoise Mountain Foundation, sem sagðist starfa að menntamálum og menningarvernd í Afganistan, átti eftir að fá milljón dollara úr samningi við bandarísku þróunarstofnunina þegar greiðslurnar voru skyndilega stöðvaðar.
Mikilvæg fræðsla eða sóun á skattfé?
Turquoise Mountain Foundation hefur verið gagnrýnt fyrir starfsemi sína, en samkvæmt upplýsingum sem bárust var eitt af markmiðum samtakanna að kenna afgönskum bændum um nútíma list og svokallaða „degenerate“ vestræna list, eins og conceptual art.
„Fjármunirnir voru meðal annars notaðir til að kenna afgönskum bændum um hvernig vestrænir listamenn breyttu þvagskálum í listaverk.“
Til stuðnings þessu var sýnt myndband frá kennslustund þar sem Stewart fræddi Afganskra bændur um slíkt verk.
Trump stöðvaði greiðslurnar – Musk fagnar uppgjöri
Greiðslurnar til Turquoise Mountain Foundation voru stöðvaðar þegar Trump-stjórnin tók við og hóf að skera niður umdeildar fjárveitingar USAID.
Elon Musk hefur fagnað þessari afhjúpun og gagnrýnt hvernig milljónir dollara hafi farið í verkefni sem virðast ekki þjóna hagsmunum skattgreiðenda.
Rannsókn DOGE er enn í gangi og er búist við að frekari upplýsingar komi fram á næstu dögum.
🚨BREAKING: Pete Hegseth tells Pentagon personnel a massive audit is coming
„We are going to focus heavily to ensure that at a bare minimum, by the end of four years, the Pentagon passes a clean audit.“
„I believe we are accountable for every dollar we spend and every dollar of… pic.twitter.com/4FFmzOeKqM
— Unlimited L’s (@unlimited_ls) February 7, 2025