Erna Magnúsdóttir, dósent við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sem hún lét falla í samskiptum við Eld Smára Kristinsson.
Í ummælum undir frétt á Vísi segir Erna: „Þú ert alltaf sama viðbjóðslega paddan. Munt sennilega aldrei læra að skammast þín.“
Eldur hafði sett inn eftirfarandi ummæli:
„Fjölmörg af fyrstu embættisverkum Trumps snúa að því að vinda ofan af því sem hann og hans stuðningsmenn kalla woke-væðingu. Nú viðurkennir alríkið til að mynda aðeins tvö líffræðileg kyn, karlkyn og kvenkyn, sem ákveðin eru við getnað og ýmsar reglur sem vernda trans fólk verið afturkallaðar – nú þarf trans kona til að mynda að fara í karlafangelsi.“
En hræðilegt! Karlmaður sem brýtur af sér þarf að fara í KARLAFANGELSI. Ó NEI!
Það er EKKI hægt að breyta kyni sínu.
Transkonur eru KARLAR og njóta fullra borgaralegra réttinda TIL JAFNS VIÐ AÐRA KARLA!
Það flokkast sem pyntingar (og eftir atvikum sem stríðsglæpir) að frelsissvipta konur (þið vitið ; fullorðins kvenkyns mannveru) og loka þær inni með ÖÐRUM KÖRLUM (karlkyns mannverum).
Kynjaköltið þarf að BACK OFF!
Velkomin aftur í RAUNVERULEIKANN!“
„Brot á siðareglum“
Eldur Smári Kristinsson, sem ummælin beindust að, telur ummælin skýrt brot á siðareglum Háskóla Íslands og segir orðræðuna niðrandi og bætir við að slík framkoma eigi ekki samleið með þeim gildum sem háskólinn leggur áherslu á.
„Þegar siðareglurnar eru skoðaðar gæti slík orðræða brotið gegn mörgum siðareglum skólans, sem kveða á um virðingu í samskiptum starfsfólks, jafnt innbyrðis, í samskiptum við nemendur og aðra,“ segir Eldur.
Siðareglur Háskóla Íslands
Eldur sendi lista yfir þær siðareglur sem hann telur hafa verið brotnar í tengslum við málið.
Í inngangi segir: „Siðareglur þessar eru viðmið um breytni allra háskólaborgara, nemenda og starfsfólks, innan sem utan skólans.“
6.2.
Við rýrum ekki orðspor og trúverðugleika Háskólans með ámælisverðri framkomu, skeytingarleysi um lög og reglur eða virðingarleysi við mannhelgi og mannréttindi.
7.1.
Verði starfsmaður, nemandi eða aðrir þess áskynja að tiltekin háttsemi stríði gegn siðareglunum, er rétt að vekja athygli yfirmanns eða trúnaðarmanns (eftir atvikum fulltrúa nemenda eða starfsmanna) á því eða vísa erindinu til siðanefndar Háskóla Íslands.
1.1.
Við öflum og miðlum þekkingu af hlutlægni og sanngirni og leggjum áherslu á fagleg vinnubrögð, gagnrýna hugsun og málefnalegan rökstuðning.
4.1.
Við sýnum hvert öðru virðingu í framkomu, samskiptum, ræðu og riti og högum skoðanaskiptum á málefnalegan hátt.
4.2.
Við vinnum saman af heilindum og óhlutdrægni og forðumst að láta persónuleg tengsl og hagsmuni hafa áhrif á samvinnu.
5.4.
Við leitumst við að efla frjáls, málefnaleg og gagnrýnin skoðanaskipti í samfélaginu. Við tökum þátt í opinberri umræðu eða sinnum félags- og stjórnmálum samkvæmt eigin sannfæringu. Jafnframt erum við minnug ábyrgðar okkar sem háskólaborgara.
Hyggstr kæra ummælin
Í siðareglum háskólans er m.a. kveðið á um mikilvægi þess að starfsfólk sýni hvert öðru, nemendum og öðrum virðingu.
Eldur hyggst kæra ummælin til siðanefndar Háskóla Ísland eftir helgi.
Erna hefur ekki svarað fyrirspurnum Nútímans en ef það breytist verður fréttin uppfærð.
Hér má sjá þráðinn í heild sinni.