Edda Björk Arnardóttir var núna fyrir nokkrum mínútum dæmd í 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Noregi. Beðið hefur verið eftir dómnum frá því um miðjan desember en Edda Björk hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því hún var flutt nauðug til Noregs.
Þetta eru ástæðurnar fyrir því að Edda Björk var svipt forsjá
Nútíminn hefur fjallað ítarlega um mál Eddu Bjarkar en hún var sakfelld í Noregi fyrir að hafa rænt þremur sonum sínum, sem hún hafði ekki forsjá yfir, og flutt með einkaflugvél til Íslands. Nútíminn hefur dóminn undir höndum og er hann nú í þýðingu.
Fréttin verður uppfærð.
UPPFÆRT 14:50 – Edda var dæmd til að greiða 35 þúsund norskar krónur í miskabætur og 75 þúsund norskar krónur í annan kostnað samkvæmt dómnum sem Nútíminn hefur undir höndum. Það eru samtals um 1,5 milljónir íslenskra króna.