Auglýsing

Ef þú ert á leið í ferðalag þarftu að hafa þessi atriði í huga samkvæmt lögreglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með mikilvægar ábendingar til þeirra sem ætla að leggja land undir fót um verslunarmannahelgina og þar með skilja heimilið eftir mannlaust.

Lögreglan hefur áður bent fólki á mikilvægi þess að skilja vel við húsið en nú birta þeir myndband á Facebook síðu lögreglunnar.

Fyrsta atriði sem bent er á er að hafa traustar læsingar á dyrum og gluggum því slíkt geti hrakið þjófa í burtu sem ná ekki að spenna upp dyrnar eða gluggana í fyrstu atrennu.

Næst bendir lögregla á fælingarmátt þess að vera með útiljós með hreyfiskynjara en slíkt geti gert að verkum að innbrotsþjófar haldi að einhver sé heima og eykur líkur á að þeir sjáist.

Lögreglan leggur einnig til að fólk hafi inniljós með tímastillingu sem gefa mynd að einhver sé í húsinu en þá eru þjófar mun ólíklegri til að láta til skarar skríða.

Lögreglan minnir fólk á að hringja í 112 ef það verður vart við grunsamlegar mannaferðir.

Hægt er að sjá þetta skemmtilega myndband lögreglunnar hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing