Axel Pétur Axelsson, guðspekingur og núna forsetaframbjóðandi, hefur lagt fram kærur hjá fjölmiðlanefnd, lögreglu og „nefnd“ dómsmálaráðherra en það er Axel Pétur sjálfur sem setur gæsalappir utan um orðið. Hann segir að í ljósi þess að hann hafi gefið það út sem kosningarloforð, yrði hann kosinn næsti forseti íslenska lýðveldisins, að reka alla ríkisstjórnina vill hann meina að hún sé þannig með öllu vanhæf til að framkvæma kosningarnar.
„Ég lýsi því hér með yfir að stofnanir valdstjórnarinnar eru vanhæfar og að kosningar séu nú þegar svo spilltar að þær séu með öllu ómarktækar.“
„Nú hafa komið fram hótanir gegn fólki sem vill skrifa undir meðmæli hjá forsetaframbjóðendum opinberlega á RÚV og fólk hefur sagt við mig persónulega að það þori ekki að skrifa undir,“ segir Axel Pétur sem vill meina að valdstjórnin sé að misskilja framboð sitt allhressilega.
Þekktasti „álhattur“ landsins
„Það er nokkuð ljóst að valdstjórnin telur að ég sé að sækja um „vinnu“ hjá þeim en ég er í raun að sækja um vinnu hjá öllum íslendingum og þarf að komast í beint samband við þá. Þetta form eða aðferðafræði ásamt viðbrögðum við athugasemdum sem ég hef lagt fram sannfæra mig um að „valdarán“ valdstjórnarinnar hafi fullkomnast.“
Axel Pétur Axelsson hefur á stuttum tíma orðið einn þekktasti samsæriskenningasmiður landsins og þó víðar væri leitað. Það er reyndar skilgreining sem erfitt er að sjá að Axel Pétur hafi vísað á bug – hann veit það mætavel að skoðanir hans á hlutunum eru ekki í takti við meginstraum skoðana almennings.
Leyniþjónustur á samfélagsmiðlum
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Axel Pétur býður sig fram til forseta Íslands en fyrir fjórum árum ætlaði hann gegn Guðna Th. og hafði þá uppi sömu áform og núna – að fyrsta verk hans sem forseti væri að reka alla ríkisstjórnina. Þá hins vegar laut Axel Pétur í lægra haldi fyrir kórónuveirufaraldrinum – sem að hans mati var þaulskipulögð aðgerð sem keyrð var áfram af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Þá virðist hann, í lok tölvupóstsins til Brynhildar, halda því fram að hann telji nokkuð ljóst að erlendar leyniþjónustu hafi haft ólögmæt afskipti af samfélagsmiðlum hans.
„Ég lýsi því hér með yfir að stofnanir valdstjórnarinnar eru vanhæfar og að kosningar séu nú þegar svo spilltar að þær séu með öllu ómarktækar. Jafnframt vil ég benda á að lög um kosningar 2022 standast ekki stjórnarskrá og eru þau því ólögmæt með öllu,“ segir Axel Pétur í yfirlýsingu sem Nútímanum barst úr hans herbúðum. Í viðhengi eru tölvupóstssamskipti hans við Brynhildi Bolladóttur, lögfræðing Landskjörstjórnar, sem hún segir engu ráða hvað varðar eftirlitsheimildir gagnvart fjölmiðlum – fjölmiðlum sem Axel Pétur segir að séu markvisst að ritskoða hann.
Þá virðist hann, í lok tölvupóstsins til Brynhildar, halda því fram að hann telji nokkuð ljóst að erlendar leyniþjónustu hafi haft ólögmæt afskipti af samfélagsmiðlum hans. Brynhildur, sem varla hefur vitað hvaðan á hana stóð veðrið, benti Axel Pétri á að leggja inn kæru til lögreglunnar vegna þeirra afskipta.
„Ef þú telur að leyniþjónustur hafi haft ólögmæt afskipti af samfélagsmiðlunum væri best að kæra slíkt til lögreglu.“
Fyrir þá sem vilja sækja sér upplýsingar um Axel Pétur eða komast í samband við hann er bent á vefsíðuna AxelPetur.is.