Karlmaður frá Alsír var handtekinn í frönsku borginni Mulhouse, grunaður um alvarlega hnífaárás í dag.
Maðurinn sem er 37 ára gamall réðist að fólki í borginni og enn sem komið er einn látinn og 5 særðir, þar af eru tveir mjög alvarlega særðir.
Samkvæmt frönskum miðlum er haft eftir yfirvöldum að maðurinn hafi verið á lista vegna mögulegra tengsla við hryðjuverkasamtök. Tveir þeirra særðu eru stöðumælaverðir og þrír lögreglumenn eru einnig særðir.