Auglýsing

Einn stærsti sjónvarpsþáttur Bandaríkjanna með umfjöllun um Ísland

Good Morning America, stærsti morgunþáttur í Bandaríkjunum, sýnir reglulega frá stöðum sem þeir kalla fallegustu staði heims.

Í þetta sinn var komið að Íslandi og sögðust allir þáttastjórnendur spenntir fyrir þessari umfjöllun og sögðu Ísland efst á óskalista sínum yfir sem þau langar að ferðast til.

Þau skipta svo yfir til starfsmanns síns á Íslandi sem er fyrir framan Seljalandsfoss og lýsir landinu sem stórkostlegu en jafnframt heimsfrægu fyrir að vera dýrt.

Hann fer svo yfir með áhorfendum hvernig megi spara sér stórfé þegar ferðast er til Íslands.

Hann fer yfir flokka eins og matarinnkaup, ævintýraferðir, ferðamáta, gistingu og minjagripi.

Sjáið umfjöllun Good Morning America hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing