Auglýsing

Ekkert eðlilegt við að vera á geðlyfjum í áratugi

Sara María Júlíudóttir, sálarmeðferðarfræðingur með sérþekkingu á hugvíkkandi efnum, mætti Spjallið með Frosta á streymisveitunni Brotkast.

Sara er sannfærð um að framtíð geðlækninga liggi í meðferðum sem byggi á notkun hugvíkkandi efna undir ströngu eftirliti og í höndum sérfræðinga.

Sara hefur mikla reynslu af slíkum meðferðum og hefur lagt áherslu á mikilvægi rannsókna og nýsköpunar á þessu sviði en hún vill sjá Ísland verða leiðandi í heiminum þegar kemur að hugvíkkandi geðlækningum.

Hún hélt metnaðarfulla alþjóðlega ráðstefnu um efnið fyrir tveimur árum, sem þótti stórkostlegur árangur, og nú stendur hún fyrir annarri ráðstefnu í Hörpu í lok febrúar.

Þar munu margir fremstu sérfræðingar heims á þessu sviði taka þátt, og ljóst er að viðburðurinn er ómissandi fyrir áhugamenn um möguleika hugvíkkandi efna í geðheilbrigðismálum.

Fyrir marga er þetta síðasta úrræðið

Söru finnst með ólíkindum að það sé ólöglegt fyrir fólk að nýta sér hugvíkkandi efni og sérstaklega þegar fólk hefur hugsanlega reynt alla aðra valkosti en ekkert annað virkar.

„Læknarnir eiga að hjálpa okkur að finna leiðir undan þessum lyfjum“

„Ég óska engum að deyja án þess að upplifa þessa staði sem hugvíkkandi efni hjálpa okkur að opna á,“ segir Sara.

Hún segir mikla dómhörku ríkja gagnvart slíkum efnum og meðferðum en það komi nær undantekningalaust frá þeim sem þekkja ekki vel til þessara úrræða.

Þáttastjórnandi segist sammála og hafa lengi verið á þessari skoðun en hafi síðar skipt algerlega um skoðun.

„Þú ert að missa af einhverju því magnaðasta sem til er í þessu lífi,“ svarar Sara.

Geðlyf eigi ekki að vera langtímaúrræði

Hún skiptir yfir í umræðu um geðlyf og segir að þó þau geti og hafi bjargað lífi fólks þá sé ekkert eðlilegt við að vera árum saman á slíkum lyfjum.

„Svo eiga læknarnir að hjálpa okkur að finna leiðir undan þessum lyfjum,“ segir Sara og segir ekkert eðlilegt við að fólk geti verið á geðlyfjum í allt að 20 ár samfleytt.

Bylting í meðferðum með hugvíkkandi efni

Hún bætir því við að flestir bestu háskólar heims séu komnir með deildir fyrir rannsóknir á hugvíkkandi lyfjum.

Sara segir að búið sé að gera mörg þúsund klínískar rannsóknir á meðferðum hugvíkkandi lyfja og virkni þeirra gegn kvíða, þunglyndi, PTSD og fleiru.

Hún segir mikla byltingu í gangi í heiminum en á Íslandi sé almenningur lítið að pæla í þessum aðferðum.

„Það verður mikið fjallað um Ibogen á ráðstefnunni. Ibogen er það efni sem virkar hvað best við fíkn og fíknivanda og það á að verða svarið við ópíóðafaraldrinum.“

Hún segir einn fyrirlesara ráðstefnunna, Rick Doblin, leiða MDMA byltinga í Bandaríkjunum og hann hafi mikla trú á að smæð Íslands geti gert það að verkum að Ísland geti leitt þessa byltingu.

„Við erum að fara að fjalla um MDMA, sveppi, ketamín, ayahuaska, ibogen, öll þessi efni.“

Litið niður á þetta á Íslandi

Sara er spurð hvort það sé möguleiki að eitthvað muni raunverulega gerast í þessum málum hér á landi, sérstaklega í ljósi þess að nú séu geðlæknar farnir að mæla með slíkum meðferðum.

Sara segir að auðvitað eigi íslenskir geðlæknar og fagfólk að mæta á svona ráðstefnu og hefur reynt að ná til fólks í faginu, en segir að oft sé litið niður þá sem tala fyrir þessum meðferðum.

„Mættu bara og hlustaði. Það er skylda þín sem læknir að læra og hlusta og skilja. Þú þarft alls ekkert að vera sammála þessu en þú átt að koma og hlusta,“ segir sara að lokum.

Hægt er að sjá brot úr þættinum í spilaranum hér fyrir neðan en ef þú vilt horfa á allan þáttin geturðu tryggt þér áskrift að streymisveitunni Brotkast.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing