Auglýsing

Eldsvoðarnir í Los Angeles – Margir munu ekki fá neitt frá tryggingafélögunum og gætu tapað öllu

Margar fjölskyldur í Kaliforníu eru að glíma við mikla óvissu eftir að mörg tryggingafélög hættu að endurnýja heimilistryggingar vegna aukinnar hættu á gróðureldum.

Á tímabilinu 2019-2023 ákváðu tryggingafélög að sleppa því að endurnýja 2,8 milljón heimilistrygginga á svæðinu, þar á meðal á svæðunum þar sem gróðureldarnir hafa valdið mestum skemmdum en auk þess var sumum sagt upp tryggingum þegar þeir neituðu að borga fyrir dýra aukapakka vegna eldsvoðahættu.

Á meðal þeirra svæða sem hafa verið verst útsett fyrir þessari þróun er Pacific Palisades, þar sem um 69% heimila misstu tryggingar áður en gróðureldar urðu á svæðinu en það svæði varð einna verst úti í eldunum.

Mörgum hefur verið sagt upp tryggingum sínum á seinustu árum

Ákveðnir þættir valda því að tryggingafélög hafa dregið í land með starfsemi sína í Kaliforníu en ljóst er að þetta setur íbúa í mjög erfiða stöðu.

Aukning í gróðureldum

Kalifornía hefur orðið fyrir miklum fjölda alvarlegra gróðurelda á síðustu árum sem hefur gert ákveðin svæði viðkvæmari fyrir eldsvoðum.

Tryggingafélög meta áhættuna í samræmi við þessa þætti og komust að þeirri niðurstöðu að það sé of dýrt eða of áhættusamt að veita tryggingar í þessum svæðum.

Einnig höfðu mörg félög lýst yfir áhyggjum að ekki væri staðið nógu vel að fyrirbyggjandi aðgerðum gegn gróðureldum á svæðinu.

Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, ræddi þetta ítarlega í viðtali sínu við Joe Rogan fyrir um þremur mánuðum síðan.

Kostnaður við endurtryggingar

Í Kaliforníu er ekki löglegt fyrir tryggingafélög að bæta kostnað vegna endurtrygginga (tryggingar fyrir tryggingafélögin) inn í iðgjöldin sín sem hefur leitt til fjárhagslegs álags á þessi félög.

Þegar þau hafa lent í að að taka á sig stórtjón vegna gróðurelda hefur það gert þeim ókleift að halda áfram að tryggja fólk á þessum svæðum.

Fjárhagslegt tap

Gríðarlegar skemmdir vegna elda og annarra náttúruhamfara hafa valdið miklu fjárhagslegu tapi fyrir sum tryggingafélög.

Þetta hefur valdið enn frekara álagi á markaðinn þar sem tryggingafélög hafa ekki haft getu til að mæta aukinni eftirspurn eftir eldsvoðatryggingum.

Reglugerðarbundnar takmarkanir

Reglur í Kaliforníu, sérstaklega eftir samþykkt Proposition 103 árið 1988, hafa takmarkað getu tryggingafélaga til að hækka iðgjöldin og aðlaga verð á tryggingum út frá aukinni áhættu sem fylgir gróðureldum.

Þrátt fyrir að lögin hafi verið sett til að verja neytendur virðist það hafa leitt til þess að tryggingafélög neita að tryggja á ákveðnum svæðum.

Þetta hefur leitt til þess að nýtt ríkisrekið tryggingakerfi, Fair Access to Insurance Requirements Plan, hefur verið sett upp til að veita vernd fyrir heimili á hættusvæðum.

Hér má sjá fjölda þeirra sem neyðst hafa til að færa sig til ríkisrekinna trygginga

Fair Access Plan hefur hins vegar verið gagnrýnt fyrir að geta ekki greitt út tryggingar til allra ef stórtjón yrði á svæðinu, sem nú hefur gerst.

Einnig er sagt að sjóðurinn bjóði ekki upp á nema lágmarkstryggingar en slíkt myndi engan veginn duga til að bæta tjón þeirra sem misstu allt sitt á þessu svæði sem er eitt það dýrasta í heimi.

Full ástæða til að hafa áhyggjur

Íbúar hafa ríka ástæða til að hafa áhyggjur því eftir að fellibylurinn Katrina fór yfir New Orleans árið 2005 fengu mörg heimili ekki bætt tjón sitt frá tryggingafélögum.

Þetta gerðist vegna þess að mörg svæði voru ekki skráð sem flóðsvæði og fengu því ekki bættar skemmdir sem urðu vegna flóða.

Íbúar höfðu greitt fyrir flóðtryggingar en tryggingafélögin vísaðu til orðalags í samningum og neituðu að greiða bætur fyrir eignir sem skemmdust vegna flóða.

Mikið af svæðinu var óbyggilegt eftir fyllibylinn og margir eigendur neyddust til að yfirgefa eignir sínar og misstu allt vegna þess að tryggingafélögin neituðu að bæta skemmdirnar.

Það er því óvíst hvort þeir sem hafa orðið fyrir miklum missi í eldsvoðanum fái nákvæmlega þá vernd sem tryggingasamningar þeirra lofaðu áður.

Íbúar Kaliforníu munu þurfa að bíða í algjörri óvissu og sjá hvernig tryggingafélög og stjórnvöld takast á við þett á næstu vikum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing