Auglýsing

Endurkoma Trump á sviðið þar sem hann var skotinn vekur mikla athygli – Segir tímann hafa staðið í stað

Næstum þremur mánuðum eftir að byssukúla tilræðismanns hæfði hann í eyrað var Donald Trump kominn á sama stað í Butler í Pennsylvaníu fylki í Bandaríkjunum að halda ræðuna sem honum var neitað um í fyrra skiptið.

Í þetta sinn segir BBC að allt hafi verið morandi í leyniþjónustumönnum og enginn skortur á öryggisgæslu.

Einn maður lést í árásinni sem átti sér stað þann 13.júlí síðastliðinn en það var slökkviliðsmaðurinn Corey Competore.

Trump sagði að „Corey Þeirra“ væri orðinn eins konar þjóðhetja en hann sagði einnig að hann myndi aldrei hætta að berjast fyrir bandarísku þjóðina og var Competone heiðraður með mínútu þögn áður en ræðuhöld hófust.

Varaforsetaefni Trump, JD Vance var einnig viðstaddur en hann þótti eiga mjög góðan dag í kappræðum varaforsetaefnanna fyrir stuttu.

Elon Musk mættur til að styðja Trump

Mesta athygli vakti þó nærvera milljarðamæringsins og eiganda samskiptamiðilsins X, Elon Musk en hann var mættur til að styðja forsetann fyrrverandi.

Trump hrósaði Musk í hástert og bauð honum upp á sviðið til sín þar sem Musk sagði þetta vera mikilvægustu forsetakosningar á okkar tímum.

Trump sagði að tíminn hefði staðið í stað þegar byssumaðurinn gerði árásina og hæfði hann í eyrað.

Sagði Trump að þessar 15 sekúndur hefðu verið næstum yfirnáttúrulegar og að þessum óþokka sem hleypti af myndi aldrei takast ætlunarverk sitt.

Gestir sem teknir voru í viðtöl sögðu það sýna mikið hugrekki hjá Trump að koma aftur á staðinn þar sem reynt var að ráða hann af dögum.

Einn gestur sagðist hafa verið hikandi að mæta eftir það sem gerðist seinast en að hugrekki Trump hafi hjálpað sér að finna sitt eigið.

Nú styttist óðum í kosningar til forseta Bandaríkjanna og ljóst að æsispennandi lokakafli er framundan í þeirri baráttu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing