Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi almannavarna segir að eldgosið sé hafið og að búið sé að virkja samhæfingarmiðstöð. Það sé nú unnið að því að komast að því hvar gjósi nákvæmlega og hvert gosið rennur.
Hann segir að búið sé að virkja allt viðbragð hjá Veðurstofunni og þau séu búin að upplýsa almannavarnir um þessar nýjustu vendingar.
Lögregla og almannavarnir vinna nú að því að rýma Grindavík en samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum er talið að gist hafi verið í um 50 húsum síðustu nætur.
Samkvæmt Veðurstofu Íslands er ekki hægt að segja til um stærð eldgossins að svo stöddu. Þyrla Landhelgisgæslunnar er farin í loftið svo hægt sé að meta það.
Áköf jarðskjálftahrina byrjaði fyrir um klukkutíma síðan og var fyrsta viðvörun tæplega hálf ellefu.