Auglýsing

Evrópusambandið gefur leyfi fyrir ormamjöli til manneldis – Matvælaráðuneytið segir að Ísland muni gera hið sama

Mölormamjöl samþykkt sem matvæli í Evrópu – Ísland líklegt til að innleiða reglugerðina
Frá og með þessari viku hefur mölormamjöl verið formlega samþykkt í Evrópu sem hráefni til manneldis.

Hingað til hefur það verið notað aðallega í dýrafóður og selt sem slíkt í Íslandi en með nýju reglugerðinni er nú heimilt að nota það í ýmsa matvælaframleiðslu þar á meðal í brauðvörur, pasta og osta.

Mjölormar hafa lengi verið seldir sem dýrafóður

Mölormar eru lirfur gulbrúnu mölormabjöllunnar, Tenebrio molitor, sem tilheyrir ættkvíslinni Tenebrionidae.

Lirfurnar eru notaðar í mölormamjöl vegna þess að næringargildi lirfunnar er hæst á þessu þroskastigi skordýrsins.

Þær eru meðhöndlaðar með útfjólubláum geislum (UV) til sótthreinsunar og til að auka magn D3-vítamíns.

Matvælaráðuneytið segir Ísland líklegt til að fara sömu leið

Nútíminn sendi fyrirspurn í Matvælaráðuneytið hvort Ísland hyggðist einnig leyfa lirfurnar til manneldis.

Samkvæmt íslenska matvælaráðuneytinu er ekkert sem bendir til annars en að reglugerð (ESB) 2025/89 verði tekin upp í EES-samninginn, sem myndi heimila markaðssetningu á dufti úr UV-meðhöndluðum heilum lirfum Tenebrio molitor sem nýfæði.

„Í svarinu segir einnig að Ísland hafi enga ástæðu til annars en að samþykkja að reglugerðin verði tekin upp í EES-samninginn og innleidd í íslenskan rétt“

Samkvæmt reglugerðinni er þetta duft viðurkennt sem nýfæði og hefur Matvælaöryggisstofnun Evrópusambandsins (EFSA) staðfest öryggi vörunnar fyrir fyrirhugaða notkun.

Nýfæðislöggjöfin er hluti af EES-samningnum og hefur þegar verið innleidd í íslenskan rétt í gegnum reglugerð nr. 735/2017 um nýfæði og reglugerð nr. 900/2018 sem tekur til skráningar Sambandsins yfir nýfæði.

Reglugerð (ESB) 2025/89 bætir UV-meðhöndluðum lirfum Tenebrio molitor á þessa skrá.

Notkun og merkingar

Duftið er ætlað til notkunar í ýmsum matvælum, þar á meðal:
Brauðvörum
• Kökuafurðum
• Pastavörum
• Unnum kartöfluvörum
• Ostum og ostavörum
• Ávaxta- og grænmetismauki

Í svari ráðuneytisins segir að þrátt fyrir að UV-meðhöndlun auki magn D3-vítamíns í duftinu sé það ekki nægilega mikið til að teljast marktæk uppspretta þess.

Því verður að merkja matvæli í samræmi við reglugerð (EB) nr. 1169/2011 um miðlun upplýsinga til neytenda. Þar skal koma fram yfirlýsingin:
„Inniheldur D-vítamín framleitt með UV-meðhöndlun.“
Jafnframt ber að tilgreina magn D-vítamíns í næringaryfirlýsingu vörunnar.

„Evrópusambandið hefur vísað á bug orðrómi sem gengur um á netinu þess efnis að mölormamjöl verði notað í matvæli án vitneskju neytenda“

Ofnæmisviðvörun

Vegna mögulegra ofnæmisviðbragða hjá einstaklingum með ofnæmi fyrir krabbadýrum og rykmaurum skulu matvæli sem innihalda þetta duft vera sérstaklega merkt í samræmi við 9. gr. reglugerðar (ESB) 2015/2283 um nýfæði.

Tímabundið markaðsleyfi

Matvælaráðuneytið segir markaðsleyfið fyrir þetta duft gilda eingöngu fyrir fyrirtækið Nutri’Earth í fimm ár frá 10. febrúar 2025.

Annað fyrirtæki getur aðeins fengið leyfi ef það sækir um án þess að vísa í vernduð vísindagögn Nutri’Earth eða með samþykki fyrirtækisins.

Aðlögun Íslands að reglugerðinni

Í svarinu segir einnig að Ísland hafi enga ástæðu til annars en að samþykkja að reglugerðin verði tekin upp í EES-samninginn og innleidd í íslenskan rétt.

Leyfið byggi á vísindalegu mati EFSA og fylgi sömu ströngu öryggiskröfum sem gilda innan Evrópusambandsins.

Ekkert samsæri um leynilega viðbót

Evrópusambandið hefur vísað á bug orðrómi sem gengur um á netinu þess efnis að mölormamjöl verði notað í matvæli án vitneskju neytenda.

Neytendasamtökin OCU segjast hafa staðfest að þessi orðrómur sé alrangur og bent á að, eins og með önnur innihaldsefni, verði mölormamjöl skýrt tilgreint á innihaldslýsingum matvæla.

Það mun koma fram sem „útfjólubláa-meðhöndlað mjöl úr Tenebrio molitor (mölorma) lirfum“ á umbúðum matvæla.

„Enginn ætlar að neyða okkur til að borða skordýr. Sama hversu góð próteingjafi þau eru eða hversu sjálfbær notkun þeirra er, þá er hugmyndin um að mölormamjöl verði notað leynilega í matvæli algjör firra,“ segir í tilkynningu OCU.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing