Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál á Íslandi auglýsir eftir fólki sem hefur áhuga á að safna áheitum fyrir félagið með að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.
Stutt er síðan ungur maður fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni eftir að hafa fallið fyrir eigin hendi.
Á vef félagsins stendur meðal annars að markmið Afstöðu séu fyrst og fremst að vinna að tækifæri fyrir fanga til ábyrgðar, endurreisnar og að búa þeim skilyrði til farsællar endurkomu út í samfélag manna.
Afstaða styður auk þess við bakið á aðstandendum fanga og fjölskyldum þeirra og öllum öðrum sem sitja frjálsir í fangelsi vegna tengsla við fanga.
Afstaða vill skila betri mönnum út úr fangelsi en fóru þangað inn. Fræðsla um fangelsi, orsakir fangavistar og afleiðingar hennar eru einnig ofarlega á dagskrá félagsins.
Ef þú vilt hlaupa fyrir Afstöðu geturðu haft samband við félagið gegnum Facebook síðu þeirra.