Auglýsing

Fimm dæmdir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

Fimm einstaklingar hafa verið dæmdir í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir umfangsmiklar aðgerðir í gærdag. Fallist var á gæsluvarðhaldið á grundvelli rannsóknarhagsmuna í tengslum við mál Vy-þrifa og tengdra fyrirtækja á borð við Wok On.

Tilefni aðgerðanna rökstuddur grunur um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og grunur um skipulagða brotastarfsemi. Aðgerðirnar, sem fóru fram á höfuðborgarsvæðinu og víðar, stóðu yfir í allan gærdag og gengu vel fyrir sig. Á annað hundrað manns tóku þátt í þeim, þar af um áttatíu starfsmenn lögreglu og nokkur fjöldi starfsfólks stofnana og félagasamtaka sem veittu liðsinni við aðgerðirnar. Samtals voru framkvæmdar um tuttugu og fimm húsleitir.

Við rannsókn málsins hefur verið rætt við töluvert af fólki sem grunsemdir eru um að séu þolendur mansals.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing