Það sem áttu að vera hefðbundin undirbúningsréttarhöld fyrir morðmálið gegn Alexander Ortiz breyttust í uppþot þegar maður stökk yfir öryggishindrun í réttarsalnum og réðst á sakborninginn og upphófust fjöldaslagsmál.
Samkvæmt lögreglu í Bernalillo sýslu réðst maðurin, Carlos Lucero á Ortiz, sem er sakaður um að hafa myrt frænku hans, hina 23 ára gömlu Aliönnu Farfan, í febrúar 2024.
Í myndbandsupptökum af atvikinu sést Lucero stökkva yfir öryggishlið og fella Ortiz til jarðar áður en aðrir blönduðu sér í átökin.
Lögreglumenn í réttarsalnum gripu fljótt inn í og náðu að yfirbuga Lucero og fleiri sem tóku þátt í slagsmálunum.
Í kærunni kemur fram að Lucero hafi hrópað „Hann drap frænku mína eins og aumingi“ og bætt við að árásin hafi verið „hverrar sekúndu virði“.
Fjölskylduharmleikur
Ortiz er ákærður fyrir morðið á Aliönnu Farfan, fyrrverandi kærustu sinni, sem var skotin til bana í íbúð sinni.
Aðeins sex dögum síðar var hann einnig ákærður fyrir morðið á Nicole Maldonado, sem var skotin fyrir utan sjoppu.
Eftir dauða Farfan var 1 árs dóttir hennar sett í umsjá Lucero og eiginkonu hans samkvæmt upplýsingum frá The Albuquerque Journal.
Fjölmargir handteknir eftir átökin
Í slagsmálunum særðust nokkrir, þar á meðal fangavörður sem reyndi að vernda Ortiz frá árásinni.
Meðal þeirra sem tóku þátt í átökunum var faðir sakborningsins, Joeray Ortiz, sem sagðist aðeins hafa verið að reyna að „stöðva slagsmálin“, samkvæmt kærunni.
Eftir atvikið voru Carlos Lucero og Pete Ysasi handteknir og ákærðir fyrir árás á lögreglumann.
Þeim hefur báðum verið sleppt úr haldi.
Murder Suspect get Attacked by Victims Family in Wild Courtroom Brawl, Video Shows 🫣🫣 pic.twitter.com/X0aGDvVfLA
— BigmanshaneNews (@BIGMANSHANE1) February 4, 2025