Í tilkynningu á vef Kennarasambandsins var gefið út að félagar úr sambandinu sem starfa í Egilsstaðaskóla á Egilsstöðum, Engjaskóla í Reykjavík, Grundaskóla á Akranesi og Lindaskóla í Kópavogi hafa samþykkt boðun verkfalls í skólunum. Hafi samningar ekki náðst hefst verkfallið 6. janúar og lýkur 31. sama mánaðar.
Verkfallsboðunin var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, eða 98 – 100% í hverjum skóla.
Nú hafa félagsmenn í Kennarasambandinu samþykkt verkföll í 17 skólum, sem ýmist eru hafin eða fyrirhuguð.
Skólar sem hafa samþykkt verkfallsaðgerðir:
Leikskólar – ótímabundin verkföll:
Verkföll hófust í fjórum leikskólum 29. október síðastliðinn. Þetta eru Leikskóli Seltjarnarness, Holt í Reykjanesbæ, Drafnarsteinn í Reykjavík og Ársalir á Sauðárkróki.
Grunnskólar – verkföll sem hófust 29. október og lýkur á morgun, 22. nóvember:
Áslandsskóli í Hafnarfirði, Laugalækjarskóli í Reykjavík og Lundarskóli á Akureyri.
Grunnskólar – verkföll sem hefjast 25. nóvember og standa til 20 desember:
Garðaskóli í Garðabæ, Árbæjarskóli í Reykjavík og Heiðarskóli í Reykjanesbæ
Grunnskólar – verkföll sem hafa verið boðuð 1. – 31. janúar:
Egilsstaðaskóli á Egilsstöðum, Grundaskóli á Akranesi, Engjaskóli í Reykjavík og Lindaskóli í Kópavogi.
Framhaldsskólar:
Fjölbrautaskóli Suðurlands frá 29. október
Menntaskólinn í Reykjavík frá 18. nóvember
Tónlistarskólar – verkföll sem hófust 29. október og lýkur 20. desember
Tónlistarskóli Ísafjarðar