Auglýsing

Fjóspúkinn og nýju föt keisarans

Hvenær er nóg, Nóg!

Núna kasta stjórnarflokkarnir hver af öðrum hinum og þessum loforðum í allar áttir. Það á að gera hitt og þetta. Allt á kostnað barnabarna, barnanna. Fjóspúkinn farinn að hreiðra um sig á háalofti stjórnarheimilisins, hróp og köll heyrast um alla ganga heimilisins.

Hvar er duddan? -Í von um að lýðurinn gleymi í eitt augnablik. Tylla plástri á sárið korter fyrir kostningar með sykurhúðuðum loforðum. Almenningssamgöngur, borgarlína, þjóðarleikvangur, lækkun vaxta, launahækkanir og uppbygging íbúða og svo lengi mætti telja.

Ein og ein vögguvísa rauluð í von um að kæfa pirringinn sem er farinn að hreiðra um sig hjá vanþakkláta lýðnum sem kann hvorki að skammast sín né þakka fyrir sig.

Það er farið votta fyrir smá ógleði og kvíða hjá tríóinu. Héraðshöfðingjar meirihlutans fara mikinn í orðaflaumi fáránleikans. Marrið í gólffjölunum farið að æra stjórnarsamstarfið.

Ungliðar vilja breytingar og eru farnir að leggja út mottur sínar í von um að fá áheyrn nútímans. Öldungarnir velta sér í gröfinni. Gömlu góðu gildin fótum troðin í hroka flokks elítunnar.

Nóg komið af meðvirkni!

Ef við sem samfélag viljum sjá breytingar þá þurfum við að kveðja gamla tímann og horfa fram á við. Hættum að falla í gryfju þjófahyskisins sem er búið að níðast á þjóðinni síðustu 40 árin.

Stöndum saman öll sem eitt. Það er kominn tími á hallarbyltingu, mokum draslinu út. Það er ekki nóg að setja X það þarf að setja X-ið á réttan stað. Það er komið nóg af álfaryki arðræningjanna.

Það er kominn tími á að við sem samfélag komum okkur úr þessu ofbeldissambandi og segjum STOPP! Það er komið nóg af þessum þjófnaði. Framtíðin er í okkar höndum.

Nýi tíminn er í þínum höndum. Hættum að láta koma fram við okkur eins og þræla. Munið að við erum hvert og eitt örsmá en saman erum við risastór Íslensk þjóð.

Láttu X-ið ekki vanta!

Ólafur Ágúst Hraundal

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing