Breska YouTube stjarnan Matt Morsia, betur þekktur sem MattDoesFitness, flaug nýverið til Íslands til að skora á kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson í kraftakeppni.
Matt Morsia er fyrrverandi þrístökkvari og einn vinsælasti heilsu- og líkamsræktaráhrifavaldur á YouTube með yfir 2 milljónir áskrifenda.
Hafþór Júlíus Björnsson er þekktur fyrir afrek sín í kraftakeppnum og fyrir hlutverk sitt sem „Fjallið“ í sjónvarpsþáttunum „Game of Thrones“.
Þetta er í annað sinn sem þeir mætast í slíkri keppni en í fyrra sigraði Morsia óvænt gegn Hafþóri.
Í nýju myndbandi sem birt var á YouTube rás Morsia, lýsir hann á gamansaman hátt hvernig Hafþór hefur síðastliðið ár verið staðráðinn í að ná fram hefndum eftir ósigurinn.
Myndbandið sýnir ferðalag Morsia til Íslands og einvígi þeirra félaga.
Aðdáendur beggja hafa beðið spenntir eftir að sjá hver mun bera sigur úr býtum í þetta sinn.
Hægt er að horfa á myndbandið í spilaranum hér fyrir neðan.