Auglýsing

Fljótlegur núðluréttur með nautakjöti

Hráefni:

  • 2 pakkar ramen eða aðrar “instant” núðlur
  • 1 tsk olía
  • 2 tsk sesamolía
  • 2 hvítlauksgeirar rifnir
  • 1/2 laukur skorinn í sneiðar
  • 200 g nautakjöt skorið í þunna strimla(hér má líka nota nautahakk)
  • 315 ml vatn (meira ef þarf)
  • Handfylli af baunaspírum
  • sesamfræ og vorlaukur til skrauts

Sósan:

  • 1 msk engifer rifið
  • 1 tsk sesamolía
  • 1 msk ostrusósa
  • 1 msk sojasósa
  • 1 msk hrísgrjóna edik
  • 1/2 msk púðursykur
  • 1/2-1 tsk Sriracha fer eftir því hversu sterkt þú vilt hafa þetta

Aðferð:

1. Setjið öll hráefnin sem eiga að fara í sósuna í skál og hrærið vel saman.

2. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn og hvítlaukinn þar til þeir byrja mýkjast upp.

3. Bætið kjötinu á pönnuna og steikið þar til kjötið er byrjað að brúnast. Bætið síðan sósunni út á pönnuna og steikið allt saman í 3-4 mín.

4. Eldið núðlurnar eftir leiðbeiningum á umbúðum,sigtið vatnið frá og bætið þeim síðan út pönnuna. Blandið öllu vel saman og að lokum fer handfylli af baunaspírum saman við. Skreytið með sesamfræum og vorlauk.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing