Auglýsing

Fólki kennt að bera sérstaklega kennsl á leigubíla Hreyfils á samfélagsmiðlum til að forðast aðra bílstjóra

Innlegg fer nú sem eldur í sinu um Facebook þar sem fólki er kennt hvernig eigi að bera kennsl á leigubíla Hreyfils og forðast aðra leigubíla.

Í færslunni segir að vegna þess að „allskonar fólk á allskonar bílum“ sé farið að sinna leiguakstri þá ruglist fólk oft á þeim og Hreyfils bílunum.

Í færslunni er svo farið yfir ákveðin merki sem þurfa að vera til staðar svo bílstjóri megi keyra fyrir Hreyfil og hvernig hægt sé að hafa samband við stöðina.

Hefur færslan fengið yfir 1.200 dreifingar á Facebook einu saman og ef eitthvað er að marka ummæli sem fólks setur við færsluna og þegar henni er dreift er það vegna vantrausts á aðra bílstjóra og fyrirtæki.

Lögregla stóð nýlega fyrir átaki þar sem 105 leigubílar voru stöðvaðir og kannað með ástand bíla og leyfi ökumanna og af þessum 105 eiga 48 bílstjórar kæru yfir höfði sér að sögn lögreglu.

Voru þá nokkur fjöldi sem reyndist ekki uppfylla öryggiskröfur, voru ekki með leyfi og sumir ekki einu sinni með bílpróf.

Nútíminn sagði einnig frá því að undarlegir hlutir hefðu átt sér stað á íslenskum leigubílamarkaði undanfarið vegna mikilla umsvifa erlendra aðila sem nýkomnir eru inn á þennan markað.

Ljóst er að mikil valdabarátta og óánægja er komin á íslenskan leigubílamarkað.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing