Nútíminn hefur fengið sendan fjölda kvartana frá foreldrum leikskólabarna sem eru langt frá því að vera sáttir við fyrstu spurningu í árlegri könnun sem send er út frá öllum leikskólum.
Í staðinn fyrir að spyrja hvors kynið barnið sé spyr leikskólinn:
„Hvernig skilgreinir barnið kyn sitt?“
Í kjölfarið eru bornir upp valkostirnir:
-Stelpa
-Strákur
-Með öðrum hætti
Einn faðir sagðist eiga tveggja ára barn og velti fyrir sér „hvernig í andskotanum það ætti að skilgreina sig sem eitthvað annað en það er, enda barnið varla talandi.“
Annar á 18 mánaða son og sagði á kaldhæðnislegan hátt að það þættu nú fréttir til næsta bæjar ef að barn sem kann ekki að tala væri farið að velja sér persónufornöfn.
Ummælin urðu alls ekki jákvæðari eftir sem á leið og eru flest önnur ekki hæf til birtingar.
Tilgangur könnunarinnar
Könnunin er á skolapulsinn.is en samkvæmt síðunni er foreldrakönnunin er mikilvægur hluti af mati á starfsemi leikskóla og veitir stjórnendum, kennurum og foreldrum innsýn í það sem vel gengur og hvað má bæta.
Með fjölbreyttum spurningum í sex flokkum er könnunin hönnuð til að gefa heildræna mynd af upplifun foreldra og gæði þjónustunnar.
Svörun er lykilatriði í því að tryggja að upplýsingar séu áreiðanlegar og því er markmiðið að ná að minnsta kosti 80% svarhlutfalli.
Niðurstöður eru birtar í apríl með samanburði við landsmeðaltal en það gefur skólum tækifæri til að læra af reynslu annarra og gera umbætur eftir þörfum.
Til að tryggja góða framkvæmd er mikilvægt að foreldrar séu upplýstir um könnunina og að skólarnir fylgi leiðbeiningum um innsendingu foreldralista.
Aðferðirnar við dreifingu könnunarinnar tryggja jafnræði milli foreldra en einnig sveigjanleika til að skila inn opnum svörum um einstaka þætti leikskólastarfsins.
Með reglulegri endurskoðun á innihaldi spurninganna og virkri þátttöku foreldra og starfsfólks er foreldrakönnunin lykiltæki í stöðugri þróun leikskólaþjónustu.