BBC greinir frá því að Humza Yousaf, forsætisráðherra Skotlands, muni segja af sér síðar í dag.
Ráðherrann mætti í bústað sinn fyrir skömmu og hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag. Heimildamaður BBC segir að tilefnið sé afsögn ráðherrans en hún hefur legið í loftinu undanfarna daga.
Skoskir Græningjar slitu stjórnarstarfi og Yousaf hefur ekki tekist að tryggja starfandi minnihlutastjórn til að geta leitt landið áfram.
Til stóð að leggja fram tvær vantrausts tillögur á forsætisráðherrann í vikunni, eina á hann sjálfan og hina á ríkisstjórn hans.
Ástæðan fyrir afsögninni er sögð vera nýleg lög sem skoska stjórnin setti á þar sem málfrelsi borgara er skert til muna og refsing fyrir hatursorðræðu hert til muna, en fylgi ríkisstjórnarinnar hrundi í kjölfarið.
Fréttin verður uppfærð.
UPPFÆRSLA:
Humza Yousaf hefur nú sagt af sér sem forsætisráðherra Skotlands. Hann óskar eftirmanni sínum farsældar í starfi.