Bandaríski rannsóknarblaðaðurinn Michael Shellenberger, sem af mörgum er talinn einn fremsti rannsóknarblaðamaður heims, segir nýjar upplýsingar benda til þess að bandaríska þróunarstofnunin (USAID) hafi gegnt lykilhlutverki í birtingu Panamaskjalanna árið 2016 og nýtt þau í áróðursherferðir gegn þeim sem ekki þóttu þóknanlegir utanríkisstefnu þarlendra stjórnvalda.
Shellenberger kom í viðtal til þáttastjórnandans Winston Marshall og ræddi þar nýjar upplýsingar sem komið hafa upp úr rannsókn DOGE (e. Department of Government Efficiency) á samtökunum USAID.
Samkvæmt Shellenberger hefur USAID fjármagnað Organized Crime and Corruption Reporting Project (OCCRP), en það eru samtök sem segjast stunda sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku en Shellenberger segir þau í raun starfa í þjónustu við utanríkisstefnu Bandaríkjanna og undir eftirliti leyniþjónustunnar.
Panamaskjölin notuð sem pólitískt vopn?
Panamaskjölin, sem áttu að afhjúpa umfangsmikinn peningaþvott og skattsvik, voru kynnt sem einhver mikilvægasta fjölmiðlauppljóstrun samtímans.
„Frægt er hvernig Panama skjölin urðu kveikjan að því að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra Íslands, var komið frá völdum“
Shellenberger segir hins vegar að allt bendi til að þau hafi í raun verið hluti af stærri leyniþjónustuaðgerð Bandaríkjanna.
Gögnin innihéldu upplýsingar um fjárhagsleg tengsl rússneskra auðmanna sem voru notaðar til að veikja pólitíska stöðu Vladímírs Pútíns.
Varð Ísland fyrir áhrifum þessarar herferðar?
Frægt er hvernig Panama skjölin urðu kveikjan að því að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra Íslands, var komið frá völdum.
Sigmundur sagði frá því á sínum tíma að honum hafi verið boðnar mútur til að láta undan kröfum erlendra vogunarsjóða en hann ekki látið undan þeim. Það má því ljóst vera að Sigmundur hafi þótt óþægilegur ákveðnum sterkum hagsmunaöflum á þeim tíma.
Sigmundur Davíð hafði verið í pólitískri baráttu við erlenda vogunarsjóði og neitaði að samþykkja Icesave samninginn, sem hefði veitt breskum og hollenskum fjárfestum forgang í skuldauppgjöri íslensku bankanna.
Birting skjalsins sem tengdi eiginkonu hans við aflandsfélag skapaði mikla pólitíska ólgu sem leiddi til þess að Sigmundur fann sig knúinn til að stíga til hliðar, en sú atburðarrás passar við þá aðferð sem Shellenberger lýsir í viðtalinu að þessi sömu samtök hafi beitt sér fyrir.
Shellenberger bendir á að Panamaskjölin sýndu hvergi skattsvik bandarískra auðmanna eða stórfyrirtækja, þrátt fyrir að í Bandaríkjunum séu að finna nokkur af stærstu skattaskjólum heims.
Hann segir þetta benda til þess að upplýsingunum hafi verið stýrt með pólitískum ásetningi.
USAID og OCCRP: Dulbúið tól leyniþjónustunnar
Shellenberger heldur því fram að þýskir rannsóknarþættir á sjónvarpsstöðinni NDR sýni starfsmenn OCCRP viðurkenna að USAID hefði afhent þeim milljónir dollara í gegnum utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.
Shellenberger segir þetta dæmigert fyrir leynilegar CIA-aðgerðir, þar sem margar skuggastofnanir séu notaðar til að fela uppruna fjármagns og skapa þannig ásýnd frjálsra félagasamtaka, almannaheillafélaga eða eins og í þessu tilfelli, alþjóðlegra blaðamannasamtaka.
Hann segir að í raun sé verið að stunda upplýsingaóreiðu í pólitískum tilgangi.
Shellenberger segir rannsókns sína hafa leitt í ljós að USAID samþykkti ekki aðeins fjármögnun samtakanna heldur hafði einnig bein áhrif á efnistök þeirra.
„Hann bendir á að USAID hafi verið notuð til að fjármagna fjölmiðla og samtök sem stuðluðu að ritskoðun og stýringu almenningsálits“
Öll verkefni OCCRP þurftu að vera samþykkt af USAID og stjórnendur þeirra voru handvaldir af bandarískum stjórnvöldum.
Þannig var tryggt að fréttaflutningur þeirra væri í takt við stefnu Bandaríkjastjórnar.
Fjármögnuð blaðamennska dulbúin sem sjálfstæð
Shellenberger segir þessi nýju gögn sýna að USAID hefur í raun starfað sem hluti af svokölluðu „Deep State“ – samansafni stofnana innan bandaríska stjórnkerfisins sem starfa sjálfstætt, óháð kjörnum fulltrúum.
Hann bendir á að USAID hafi verið notuð til að fjármagna fjölmiðla og samtök sem stuðluðu að ritskoðun og stýringu almenningsálits.
Dæmi um þetta sé Censorship Industrial Complex (ritskoðunar-báknið), sem var fjármagnað af DHS (Heimavarnarráðuneytinu) til að styðja við ritskoðun „rangra upplýsinga“ á samfélagsmiðlum.
Þetta var gert á valdatíma Trump, en að sögn Shellenberger, án hans vitundar og bendir til þess að stór hluti bandaríska stjórnkerfisins hafi unnið gegn honum á hans eigin valdatíma.
Shellenberger fullyrðir að USAID og CIA hafi í raun staðið að baki þessum aðgerðum sem hluta af stærri stefnu til að hafa áhrif á stjórnmál bæði innan Bandaríkjanna og erlendis.
Alvarlegar ásakanir
Ef ásakanir Shellenberger reynast réttar, var USAID virkt í pólitískum afskiptum um allan heim í gegnum svokallaða rannsóknarblaðamennsku sem var vopnvædd gegn andstæðinum bandarískra stjórnvalda.
Hlutverk Organized Crime and Corruption Reporting Project (OCCRP), sem var fjármagnað af USAID, var að sögn Shellenberger að framleiða og dreifa „rannsóknarfréttum“ sem studdu þá frásögn sem leyniþjónustan vildi koma á framfæri hverju sinni.
Shellenberger segir að USAID hafi virkað sem einskonar andlit fyrir bandarísku leyniþjónustuna með því að nota OCCRP til að birta „lekið efni“ og mata helstu fjölmiðla eins og The Guardian og New York Times ásamt öðrum miðlum sem þegið höfðu upphæðir frá USAID (Reuters og Politico eru meðal fréttastofa sem þáðu háar upphæðir frá sjóðnum sem áttu að fara í „félagslega mótun“).
Það virkaði þannig að þessir fjölmiðlar fengu „rannsóknargögn“ frá OCCRP og birtu þau sem sjálfstæða blaðamennsku þrátt fyrir að USAID og bandarísk yfirvöld hefðu fjármagnað og stýrt efninu.
Þannig hafi samtökin verið notuð til að keyra öflugar áróðursherferðir til að koma óæskilegum valdhöfum frá.
Hver er Michael Shellenberger?
Michael Shellenberger er bandarískur rannsóknarblaðamaður og rithöfundur, þekktur fyrir að afhjúpa spillingu í stjórnkerfum og samfélagsmálum og þykir einn sá fremsti í heiminum á sínu sviði.
Hann hefur fjallað ítarlega um ritskoðun, áhrif stjórnvalda á fjölmiðla og pólitísk afskipti þeirra í gegnum leyniþjónustur sínar.
Shellenberger var einn af blaðamönnunum sem Elon Musk veitti aðgang að innri skjölum Twitter sem síðar urðu „Twitter Files“.
Þær birtingar sýndu hvernig bandarísk stjórnvöld, sérstaklega FBI og Heimavarnarráðuneytið (DHS), höfðu beitt Twitter gífurlegum þrýstingi til að ritskoða ákveðna notendur og efni, oft með pólitískum hvötum.
Skjölin sýndu einnig hvernig „censorship industrial complex“ eins og Shellenberger orðar það, hafði þróast og hvernig samfélagsmiðlar unnu með yfirvöldum til að móta opinbera umræðu.
Shellenberger leiddi einnig rannsókn sem afhjúpaði innri skjöl frá World Professional Association for Transgender Health (WPATH), samtökum sem höfðu mótað alþjóðlegar leiðbeiningar og stefnur um kynleiðréttingarmeðferðir.
Skjölin sýndu að samtökin höfðu markvisst dregið úr skilyrðum fyrir lyfjameðferðum og skurðaðgerðum vegna kynleiðréttinga, jafnvel hjá börnum, þrátt fyrir innri viðvörun sérfræðinga um mögulegar hættur. Embætti Landlæknis hér á Íslandi hefur viðurkennt að hafa fylgt leiðbeiningum WPATH samtakanna.
Þessar upplýsingar vöktu mikla umræðu um siðferðislega ábyrgð og pólitísk áhrif á læknisfræðilegar ákvarðanir.
Shellenberger hefur þannig verið einn af fremstu gagnrýnendum stjórnvalda og stofnana sem hann telur misnota vald sitt til að hafa áhrif á almenningsálit og pólitíska stefnumótun.
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.