Auglýsing

Fyrrum forsætisráðherra Breta staðfestir tilvist „djúpríkisins“ – Var hótað ef hún hlýddi ekki

Liz Truss, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, ræddi á dögunum við Peter McCormack um þær miklu áskoranir sem hún telur blasa við bresku stjórnkerfi.

Truss var forsætisráðherra Bretlands frá 6. september til 25.október 2022 en á þeim tíma segist hún hafa upplifað hluti sem hún gat ekki ímyndað sér að gætu gerst í landi eins og Bretlandi.

Hún lýsti yfir áhyggjum sínum af því hvernig ríkiskerfið hindrar framfarir og hversu róttækar breytingar þyrfti til að snúa þróuninni við.

Hvað er „djúpríkið“?

„Djúpríkið“ (deep state) er hugtak sem oftast er notað til að lýsa óformlegu eða ósýnilegu valdaneti innan stjórnkerfisins.

Samkvæmt þeim sem trúa á tilvist djúpríkis er það hópur valdamikilla embættismanna, stjórnmálamanna, viðskiptajöfra og annarra áhrifamanna sem starfar óháð lýðræðislega kjörnum yfirvöldum til að stjórna stefnum og ákvarðanatöku í eigin þágu.

„Við búum við biluð kerfi“

Truss sagði að almenningur væri í auknum mæli að átta sig á því að vandamálið liggi ekki aðeins hjá stjórnmálamönnum, heldur í kerfinu sjálfu.

„Fólk í Bretlandi er að vakna til vitundar um að við búum við biluð kerfi,“ sagði Truss.

„Áður var litið á þetta sem vandamál vegna stjórnmálamanna sem fólk vildi skipta út, en nú sér fólk að jafnvel með nýja leiðtoga batnar ástandið ekki.“

Persónuleg reynsla af hindrunum

Truss sagði að reynsla hennar af störfum innan stjórnkerfisins hefði sýnt henni hversu alvarleg vandamálin eru.

Hún sagði frá því að hún hefði upplifað þrýsting og hindranir í formi óbeinna hótana frá öflum sem hún vildi ekki nefna, um að stöðva ákveðnar stefnur en hleypa öðrum í gegn

„Ég hef upplifað að vera stillt upp við vegg og ógnað til að hindra að ákveðin mál næðu í gegn,“ sagði hún.

„Þetta hefur opnað augu mín fyrir því hversu djúpstæð vandamálin eru.“

Kallar eftir róttækum breytingum

Truss lagði áherslu á að þrátt fyrir að almenningur viðurkenni nú í auknum mæli þörfina fyrir breytingar, þá geri margir sér ekki grein fyrir hversu umfangsmiklar breytingarnar þurfi að vera.

„Mín sýn á hversu mikið þarf að breytast er líklega mun róttækari en flestra,“ sagði hún og benti á að breytingar yrðu að ná til grunnstoða alls kerfisins.

Fer víða í viðtalinu

Truss fer einnig yfir yfirhylmingu pakistönsku nauðgunarhópana og hvernig lögreglan brást ítrekað í þeim málum, galla breskra stjórnmála, hvernig háskólar eru notaðir til að innræta námsmenn sem svo mæta út á vinnumarkaðinn og fleira.

Hægt er að sjá myndbrotið sem um ræðir í spilaranum fyrir neðan en allt viðtalið er svo hægt að nálgast neðst í fréttinni.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing