Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, lenti í eldlínunni nýlega fyrir að segjast ætla að styðja Bókun 35 og var sakaður um svik við kjósendur Flokks Fólksins enda hafði bæði hann og flokkurinn sagt þvert nei við því máli.
Hann skipti þó snögglega um skoðun þegar ný ríkisstjórn hafði verið sett saman og sagði að þrátt fyrir að það væri hans skoðun að málið væri brot á stjórnarskrá myndi hann styðja nýja ríkisstjórn við að koma málinu í gegn.
Í Áramótabombu Þjóðmála var gert góðlátlegt grín að Eyjólfi fyrir framgöngu hans á alþingi en svo virðist sem Eyjólfur hafi þann ávana að vitna í fyrrum vinnustaði sína þegar hann stígur í pontu.
Myndbandið er hið skemmtilegasta og er gaman að sjá Eyjólf auglýsa glæsilega ferilskrá sína á alþingi Íslendinga.
Þetta á heima hér á 𝕏.
Myndbandið var birt á Áramótabombu Þjóðmála og sýnir Eyjólf Ármannsson, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fara yfir magnaðan starfsferil sinn.
Ferilskráin í heild:https://t.co/L8WXg2LPuf
cc: @gislivaldorsson https://t.co/fpGOJM9cmq pic.twitter.com/8UbV4U7jlt
— Arnar Arinbjarnarson (@arnarar) January 6, 2025