Auglýsing

„Getum ekki mokað fólki inn á leikskólana sem talar ekki íslensku“

Jón Pét­ur Zimsen, aðstoðarskóla­stjóri Rétt­ar­holts­skóla, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann er þaulreyndur skólamaður sem hef­ur vakið at­hygli fyr­ir gagn­rýni sína um and­vara­leysi skóla­yf­ir­valda. Jón ræðir hér um framboð sitt vítt og breytt og ræðir þær áherslur sem hann stendur fyrir í skólamálum.

Jón Pétur segir meðal annars í viðtalinu: „Nú eru allir flokkar að tala um geðheilbrigði í framhaldsskólum, en þetta hangir allt saman. Við þurfum að byrja á yngstu stigunum sem eru leikskólarnir. Þar þurfum við að byrja og horfast í augu við það að við getum ekki bara mokað fólki þarna inn sem talar ekki íslensku. Á fyrstu árum ævi sinnar eru börn að drekka í sig íslenskuna, orðaforðann og hugtökin. Fyrstu 1000 dagar barns eru þeir mikilvægustu, þau læra fullt af nýjum orðum og þau eru eins og svampar og orðaforðinn vex í veldisvexti.“

 

Það ætti að banna síma í skólum

Jón Pétur segir jafnframt að það verði að fylgjast með hverjum einum og einasta nemanda og nota bestu aðferðir við að læra að lesa.

„Það þarf líka að taka símana og skjáina af börnum, það myndi minnka kvíða og depurð og öll þessi geðheilbrigðismál á framhaldsskólastigunum. Ég nenni varla að hlusta á „Hvað eigum við að mennta marga sálfræðinga?“ Við þurfum bara að birgja brunninn áður en barnið dettur ofaní hann.“

Hér fyrir neðan má sjá brot úr þessum áhugaverða þætti en við mælum með áskrift að Brotkast.is til að sjá alla þætti í fullri lengd.  

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing