Sean “Diddy” Combs kom í réttarsal á föstudag en til hans hefur ekki sést síðan hann fór í fangelsi 16. september síðastliðinn. Athygli vakti að Sean virtist hafa elst um mörg ár á þessum mánuðum og hann hafi virkað bólginn og illa útlítandi.
Blaðamaðurinn Kyle Schnitzer var staddur í réttarsalnum í Manhattan og sagði hann að rapparinn hefði verið gráhærður og með grátt skegg og hefði verið eins og gamall maður.
Sean sagðist vera saklaus af þeim tveimur kærum sem teknar voru fyrir og ásökunum um mansal og vændisstarfsemi.
Verjendur Sean gerðu athugasemdir við val á kviðdómi og sönnunargögnum í málunum, eins og myndband sem hefur verið notað gegn honum, sem sýnir Sean beita fyrrverandi kærustu sína ofbeldi á hóteli.
Þrátt fyrir að viðstaddir hafi sagt að Sean liti alls ekki vel út, vilja heimildarmenn Page Six að rapparinn sé í „góðu formi, heilbrigður og einbeittur að réttarhöldunum sínum“.
„Hann hefur alltaf verið mjög virkur maður, er í góðu andlegu jafnvægi og er alltaf mjög glaður að sjá börnin sín,“ segir einn heimildarmaðurinn og segir að hann sé búinn að stunda reglulega líkamsrækt innan veggja fangelsins. Mesta vandamál rapparans sé tengt matnum í fangelsinu en hann borðar oftast morgunkorn, ávexti og brauð í morgunmat, hamborgara, fisk eða nauta taco í hádegismat og kjúkling, pasta eða nautakjöt í kvöldmat. Hljómar nú ekki sem verst.
Sean á yfir höfði sér 15 ára fangelsi en réttarhöldin yfir honum hefjast 5. maí.