Auglýsing

Gunnar Smári Egilsson segir útilokað að RÚV myndi ráða sig sem klósettvörð

Á Facebook síðu Egils Helgasonar myndaðist fjörug umræða eftir að Egill vitnar í grein MBL.is sem segir frá því að hér á landi sé óvenju hátt hlutfall útlendinga sem fá ekki vinnu sem hæfa menntun sinni.

Fólk telur til ýmsar ástæður fyrir hugsanlegum ástæðum þessa en ein kona bendir á að tengslanet og tungumálakunnátta spili þar stóran þátt.

Önnur bendir á að svona sé þetta einnig í Danmörku þar sem margir innflytjendur vinna störf sem eru í engum tengslum við menntun þeirra.

„Ef þú bara vissir hversu oft ég hef verið hafnað starf eða jafnvel ekki einu sinni fengið viðtal vegna. Starf sem ég hef bæði menntun og starfsreynslu sem nýtast í starfi… og ég tala nú ágætt íslensku.”

Maður einn segir að það gæti spilað stóra rullu að lágmarkslaun á Íslandi séu hærri en laun háskólamenntaðs fólk í mörgum löndum.

Þá er bent á að ferðaþjónustan sé ábyrg fyrir fjölgun láglaunastarfa hér á landi.

Fyrrum þingmaður Bjartrar Framtíðar, Nicole Leigh Mosty bendir á að útlendingum sé oft ekki treyst fyrir störfum sem þeir séu fullfærir um að sinna og segir að henni hafi margoft verið hafnað um að fá viðtal vegna nafns síns.

Gunnar Smári segir klíkuskap um að kenna

Gunnar Smári Egilsson er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og gerir það sannarlega ekki hér þegar hann blandar sér í umræðuna.

Gunnar Smári segir klíkuskap ráða mestu um hver hlýtur hnossið þegar kemur að góðum störfum og segir að besti vinur þess sem ræður sé oftast ráðinn.

Hann segir einnig að á síðustu öld hafi fjöldi vel menntaðs vinstri fólks aldrei fengið vinnu við hæfi vegna þess að þau voru ekki i náðinni hjá þeim sem réðu.

Þá endar Gunnar Smári ummæli sín á skoti á RÚV, sjónvarp allra landsmanna þegar hann segir að þrátt fyrir mikla reynslu myndu þeir aldrei ráða hann.
„Ég er ekki skólagenginn en reynslan hefur fært mér nokkrar doktorsgráður í fjölmiðlun, ég er fluglæs á nánast alla þætti þess fyrirbrigðis. Samt myndi Ríkisútvarpið ekki einu sinni ráða mig sem klósettvörð.”

Fróðlegt verður að sjá hvort RÚV muni auglýsa í starfið á næstu árum og hvort Gunnar Smári muni sækja um en hægt er að sjá umræðuna í heild sinni á Facebook-síðu Egils hér fyrir neðan.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing