Auglýsing

Hægri flokkum spáð fordæmalausum sigri í kosningum í Austurríki

Hægrisinnaðasti flokkur Austurríkis, Frelsisflokkurinn, stefnir í stóran kosningasigur ef eitthvað er að marka kannanir í landinu.

Flokkurinn mælist með tæp 30 prósent og er þremur prósentustigum á undan Borgaraflokknum sem mælist næst stærstur með 26 prósent.

Borgaraflokkurinn, sem inniheldur meðal annars núverandi kanslara landsins, hafa sagt að þeir muni ekki taka þátt í stjórn undir forystu Herbert Kickl, sem leiðir Frelsisflokkinn.

Stærstu kosningamálin í Austurríki hafa verið innflytjendamál, stríðið í Úkraínu og verðbólga en sama er uppi á teningnum í fleiri löndum.

Kickl hefur lofað að herða landamæragæslu og flytja hælisleitendur og flóttamenn úr landi verði hann kosinn.
Sósíalískir demókratar, Græningjaflokkurinn og „Neos“ hafa allir sagt útilokað að þeir muni starfa með Kickl og flokk hans.

Stjórnmálarýnendur þar í landi hafa sagt að jafnvel þó Kickl vinni yfirburðasigur sé ekki víst að forseti landsins muni gefa honum umboð til að mynda stjórn sökum hversu umdeildur hann þykir.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing