Auglýsing

Hæstiréttur New York snýr við úrskurði um sekt Harvey Weinstein

Hæstiréttur New York í Bandaríkjunum hefur snúið við dómsúrskurði frá 2020 þar sem Harvey Weinstein var fundinn sekur um nauðgun og þótti sá dómur stór áfangi í MeToo bylgjunni.

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að dómarinn í máli Weinstein hefði leyft vitnisburð sem tengdist máli hans ekki neitt en þótti líklegur til að hafa haft töluverð áhrif á málið.

AP fréttastofan greinir frá að þrátt fyrir þetta verði Weinstein áfram í fangelsi þar sem hann var dæmdur í Los Angeles fyrir aðra nauðgun en segir að þessi úrskurður veki upp erfiðar minningar fyrir marga þar sem dómurinn yfir Weinstein stórt skref í baráttunni gegn kynferðisofbeldi í Bandaríkjunum.

Þó svo að þetta sé áfall fyrir marga þá ítrekaði dómurinn að hér væri um mistök í málsókninni að ræða en að það væri ekki verið að úrskurða Weinstein saklausan og tók fram að til standi að taka málið gegn Weinstein upp aftur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing